Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 28
ins í heild þann ruddaskap að láta sjálfs- auglýsingarprógramm eins og sunnudags- þáttinn Á bókamarkaðnum líðast 1 staðinn fyrir að fela einhverjum smekkvísum manni sem eitthvað þekkir til bókmennta að halda úti þætti til að kynna rithöfunda og skáld. Hvenær hefur það komið fyrir að útvarpið sýni skáldum og rithöfundum þjóðarinnar þó ekki væru nema fjögur prósent af þeirri djúpu virðingu og andagt sem gert er við dæguriagahöfunda eða spretthlaupara, hve- nær heyrum við samtöl við höfunda um verk þeirra og listferil? Það er líkast fórn mein- lætamanns þegar útv.ráð afneitar svo hátt- um sínum að lofa okkur að heyra Laxness lesa Gerplu. Aldrei heyrist Þórbergur lesa. Hve oft skyldu hafa verið lesin ljóð eftir Stein Steinarr? Þegar listrænn höfundur kemur í útvarp og flytur bókmenntir þá er líkast því sem það sé hans að þakka fyrir að mega lesa en ekki útvarpsins að fagna efni sem minnki skömm þess um ofurlitla ögn, í hann er fleygt nokkrum skildingum eins og betlara. Almenna bókafélagið. Síðan ég minntist ofurlítið á Almenna Bókafélagið í síðasta hefti Birtings hafa nokkrar bækur komið út hjá því forlagi sem óhjákvæmilegt er að nefna. Hin stóra vandaða bók Heimurinn okkar hlýtur að vera til ánægju á hverju heimili á íslandi sem hana eignast. Það er áreiðanlega bók fyrir alla aldursflokka og dýrlegt þing fyrir foreldra sem sitja með ungum börnum sínum og leitast við að svala í svipinn lítillega þorstanum eftir nokkurri grein fyrir heimsundrinu. Þarna er hin mesta fróðleiksnáma fyrir okkur alþýðu manna sem berum lítið skyn á há og abströkt vísindi en leikur þó forvitni á einu og öðru. Það er sannariega skemmtilegt að hand- leika bækur sem hefur verið vandað svo til eins og bókarinnar Heimurinn okkar. Fremst í bókinni kemur í ljós að hún er gerð erlendis, í Þýzkalandi og Danmörku, en myndir og texta lét stórblaðið ameríska Life mikinn fjölda færustu sérfræðinga gera með glæsilegum árangri. Mér sýnist textinn muni vera þýddur með prýði af Hirti Halldórssyni sem hefur orðið að berjast við urmul fræðiheita, ég hef ekki aðstöðu til þess að dæma það. En sá hlýtur að vera eitthvað mislukkaður sem ekki getur haft einhverja ánægju af þessari bók. Um sama leyti kom út hjá þessu forlagi íslenzk list frá fyrri öldum, með texta og myndskýringum Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar, prentuð í Múnchen. Þetta er forkunnarfögur bók og í alla staði vönduð og smekkleg, gefin út af hinum hæfasta manni, Kristjáni Eldjárn sem mikið hefur unnið til þess að draga forn verðmæti sem varða íslenzka menningu fram úr fyrnd og leiða athygli okkar þangað með skýrri fram- setningu á fróðleik sínum. Gjarnan hefði ég viljað að Kristján hefði gert fyllri grein fyrir rökum sem hann telur styðja þá uppástungu sína að hin fyrsta list sé viðleitni til að betrumbæta sköpunarverk- ið. Sú kenning nær ekki tökum á leikmanns- huga mínum og vildi ég gjarnan inna eftir frekari grein fyrir því. Miklu fremur held ég að það sé þáttur í viðleitni mannsins til að virkja öfl náttúrunnar í sína þágu og auka vald sitt í lífsstríðinu, drög að göldr- Birtingur 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.