Birtingur - 01.01.1958, Side 31

Birtingur - 01.01.1958, Side 31
finningasemi hafa verið byggð mikil hús í Skálholti, enginn veit nú til hvers þau má nota. En leiðtogar þjóðlífsins halda það sé nóg að raupa af samþykki sínu við að byggja Kjarvalshús, gaspra og mala. Og síðan ekki söguna meir af þeirri höll. Sýningarsalur. Gangi maður upp Hverfis- götuna verður fyrir okkur snotrasta mynd- listargallerí í rándýru leiguhúsnæði sem kennt er við alþýðuna. Þar er alltaf eitthvað nýtt að sjá og megnið af því eftir unga listamenn. Þessi sýningarsalur er smekk- legur og rekinn með hugrekki af ungri frú, Sigríði Kristínu Davíðsdóttur. Með því að koma þar að staðaldri er hægt að fá nokkuð glögga hugmynd um nýja strauma í mynd- list okkar og á fleiri sviðum svosem leik- tjaldagerð; svo hafa ýmsir útlendingar sýnt þarna sem undarlegir loftstraumar hafa hrakið hingað úr leiðinni á markaðstorg heimsborga, kannski sumum þeirra hafi orð- ið happadrjúgt hér. Og svo fást þarna skrítnir og skemmtilegir gripir, ýmsir gerðir af hugkvæmni úr efni sem flestir hafa geng- ið framhjá og hefur varla komið til greina til listiðnaðar hérna. Ég held það væri rétt að létta einhverjum óþörfum bitlingi af ein- hverjum hinna prósaísku virðingarmanna sem hefur komizt áfram með hundslegri fylgisspekt við einhverja ennþá prósaískari sigurvegara stjórnmálalífsins en senda held- ur ávísunina hans á eftirfarandi adressu: Sýningarsalurinn í Alþýðuhúsinu við HverÞ isgötu. Leikhúsin sýna okkur verk meiriháttar höfunda utan úr löndum annað slagið en ef það tekst sérstaklega vel er allt fyrirtækið í stórhættu og stykkið kolfellur vegna þess að það kemur á daginn að hér vill fólk ekki sjá leikrit sem þrýsta á stirðar fjaðrir í koll- inum og krefjast hugsunar og vekja rót í tilfinningunum. Nei takk, maður fer nú ekki í leikhús til þess að verða dapur og niður- brotinn út af einhverju óviðkomandi fólki og láta rifja upp fyrir sér raunir frá liðnum tímum. Má þá biðja um eitthvað létt og fjörugt. Maður fer út til að skemmta sér og vill þá ekki þurfa að skreiðast út í leikslok eins og maður hafi verið í þumalskrúfu- kjallara. Þannig hafa snilldarverk stundum verið afþökkuð af reykvískum leikhúsgestum. í fyrravetur hlaut sýning Leikfélagsins undir stjórn Gunnars Hansen á Þrem systrum eftir Tsékov aðsókn og vinsældir í öfugu hlutfalli við fegurð verksins og einlægni flytjenda. Þó reyndu flestir gagnrýnendur og ýmsir blaðamenn að lengja lífdaga sýn- ingarinnar. Enn aulalegra vanþakklæti mætti leikafrek Þorsteins ö. Stephensen í Brow- ning-þýðingunni sem var raunar líka af- reksverk leikstjórans Gísla Halldórssonar, þetta verk var hægt að sýna 3 sinnum. Þá átti tómlætið sér talsmann í leikdómara Morgunblaðsins. Það er ömurlegt að þurfa beygja sig fyrir svo ranglátum dómi leik- húsgesta, og furðulegt að stærsta blað lands- ins skuli verja fjármunum til að leigja sér gagnrýnanda sem heilsar þeim skilningi á demókratí að deyfðin og tómlæti gagnvart menningarverðmætum sé friðhelgt; fólkið megi ekki skamma fyrir að ausa peningum í Apakött og Apaspil fúslegar heldur en við- urkenna listamenn sem bjóða með lotningu og fögnuði uppá varanleg verk sem höfða til hinna djúpstæðari krafta mannssálar- arinnar. Ættum við ekki að fagna því að aðstand- 25 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.