Birtingur - 01.01.1958, Side 35
og niðurlægjandi og tók klukkustundir. Við
vorum alltaf á hnjánum. Loks máttum við
rísa upp; komið var með hina hópana og
sagt við okkur: „Þetta eru ykkar búðir,
komið ykkur fyrir eins og þið bezt getið.“
Búðirnar voru snævi þaktar undir berum
himni og í þeim miðjum var staur, sem á
var letrað: „Gulag ja N 90“ og ekkert ann-
að.
Hjá okkur gekk það betur. Við vorum
heppnir. Ég var handtekinn aftur, eins og
oft vill verða eftir að maður hefur verið
það einu sinni. En það var eftir öðrum
lagabókstaf og undir öðrum kringumstæðum.
Þegar mér var sleppt, var mér veitt upp-
reisn eins og í fyrra skiptið og leyft að halda
fyrirlestra við háskólann. Þegar stríðið
brauzt út var ég kvaddur sem majór en
ekki undir agann eins og þú.
Já, staur með áletruninni Gulag 92 ja N
90 og ekkert annað. I fyrstu mölvuðum við
berhentir greinar af frosnum trjánum til að
byggja okkur skýli. Þú trúir því ekki, en
smám saman fórum við að komast af. Við
byggðum sjálfir klefana, stauragirðinguna,
fangelsin, útsýnisturna, allt gerðum við
sjálfir. Við unnum í skóginum, hjuggum
tré, við beittum okkur átta fyrir sleðann.
Við bárum tréstofna á öxlunum og óðum
snjóinn upp í háls. Lengi vel vissum við
ekki, að stríðið hafði brotist út. Því var
haldið leyndu fyrir okkur. Og svo er allt í
einu sagt við okkur: „Þeir sem vilja, geta
farið til vígvallanna, þeir sem lifa það af
verða frjálsir.“ Og það var áhlaup eftir
áhlaup, við hentum okkur á rafmagnaðar
gaddavírsgirðingar, á sprengjuvörpur, mán-
uðir og aftur mánuðir og enn mánuðir af
vítiseldi. Það var ekki tilviljun, að við vor-
um kallaðir „þeir feigu“. Dauðinn hirti okk-
ur, einn eftir annan. Hvernig lifði ég þetta
af? Samt, þetta var paradís hj'á hörmungum
fangabúðanna; en ekki vegna þessara hroða-
legu lífsskilyrða, af allt öðrum ástæðum.
Já, þú hefur séð hann svartan.
Svo sannarlega var stríðið eins konar
hreinsandi stormur, eins og hressandi gust-
ur, forboði björgunar. Og ekki eingöngu mið-
að við fangavistina, heldur jafnvel í sam-
anburði við allt þitt líf á árunum eftir
þrjátíu, meðan maður naut frelsis, þæginda
háskólalífsins, bóka, velmegunar, öryggis.
Ég held að sameignarstefnan hafi verið röng
umbót og misheppnast, en að menn hafi
ekki viljað viðurkenna það. Til að breiða
yfir þessi mistök varð með öllum ráðum að
sjá svo um, að fólkinu gleymdist að dæma
og hugsa, það varð að þvinga það til að sjá
það sem ekki var til og sanna því andstæðu
raunveruleikans. Þetta er ástæðan fyrir
hinni dæmalausu grimmd Iejovtímabilsins,
birtingu tilskipunar, sem vitað var um fyr-
irfram, að ekki yrði farið eftir, innleiðslu
kosninga, sem ekki voru byggðar á kosn-
ingagrundvelli. Svo þegar stríðið brauzt út
urðu þessar raunverulegu hörmungar, raun-
veruleg hættan og ógnunin um raunveru-
legan dauða að kostum í samanburði við
hina ómennsku stjórn lyganna, takmörkun
hins djöfullega máttar hins dauða bókstafs
var eins konar léttir. Það voru ekki bara
þeir sem voru í útlegð, heldur líka allir hin-
ir. Innan lands og í víglínunni hentu þeir
sér í vímu, í tilfinningu sannrar gleði útí
deiglu sannrar baráttu, banvænnar, en þeir
vonuðu, að hún færði þeim frelsið.
Stríðið er einn hlekkur í byltingarkeðj-
unni. Beinna afleiðinga af þessu umturnun-
29 Birtingur