Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 36
arástandi er farið að gæta, jafnframt því að örla fer á árangri, ávexti ávaxtanna, af- leiðingu afleiðinganna, ég meina styrk þess persónuleika, sem skírður er í mótlæti, ein- faldar lífsvenjur, hetjuskap, löngunina til að gera stóra örvæntingarfulla og einstaka hluti. Þetta eru goðsagnalegar eigindir, sem fylla mann undrun og tákna siðfræðilega blómstrun kynslóðarinnar. Þrátt fyrir písl- arvætti og dauða Kristínar, þrátt fyrir sár mín, þrátt fyrir allt sem við glötum, þrátt fyrir blóðuga fórn stríðsins fyllir þessi hugsun mig hamingju. Það ljós afneitunar, sem lýsir endalok Kristínar, eins og það lýsir líf okkar allra, hjálpar mér til að bera sorgina eftir hana. Það var einmitt á sama tíma og þú þoldir endalausar kvalir, að ég fékk aftur frelsi. Um þetta leyti innritaðist Kristín í sögudeildina. Löngu áður, eftir fyrri fangabúðadvöl mína, meðan hún var enn barn, hafði hún vakið athygli mína fyrir einstakar gáfur. Manstu, ég talaði um hana meðan Sjúrí var enn á lífi. Þannig varð hún einn af nemendum mínum. Það var þá tízka, að vilja halda við menntun kennaranna með nemendunum. Hún fleygði sér út í það af ákefð. Enn þann dag í dag er mér það spurn hversvegna hún reif mig í sig af þvílíkum ákafa. Hún var svo fylgin sér, ofsafengin og óréttlát, að stundum risu hinir nemendur deildarinnar upp mér til varnar. Auk þess var fröken Orlekov gædd léttri kýmnigáfu. 1 veggblaði skólans hæddi hún mig undir rós, samt svo að flestir gátu þekkt við hvern átt var, betur er ekki hægt að gera. Skyndilega og alveg óvænt kom í ljós, að undir þessari óbilgjörnu andstyggð fólst ung traust ást, leynd frá fyrri tíð. Ég hafði alltaf elskað hana. 1941 áttum við dýr- legt sumar. Þetta var fyrsta stríðsárið, ég man mjög vel eftir árinu áður og næsta sumri. Nokkrir ungir námsmenn og náms- meyjar voru á sumarhóteli í nágrenni Moskva, hún var í þeim hópi og þangað var herdeild mín send. Vinátta okkar byrjaði og þróaðist á meðan verið var að æfa þau fyrir herþjónustu, þótt verið væri að þjálfa sjálf- boðaliða. Kristín þjálfaði sig til fallhlífar- hermennsku og á nóttunni hrundum við fyrstu þýzku árásunum á Moskvu. Það var þar, eins og ég sagði þér, að við lofuðumst; en þá byrjuðu flutningarnir og leiðir okkar skildu. Ég sá hana ekki eftir það. Eftir að stríðið fór að snúast okkur í vil og ég hafði tvívegis særst og tvisvar legið á spítala, var ég fluttur úr loftvarnarsveitunum yfir í sjöundu deild herforingjaráðsins, þar sem þurfti að halda á manni með málakunnáttu. Og ég fór fram á að þú yrðir fluttur þangað líka, eftir að þú hafðir verið fiskaður upp af hafsbotni. . . . Doktorinn skrifaði stuttar greinar um hin og þessi efni ... þessir bæklingar voru settir til sölu í litlum upplögum í nýju bókabúðunum, sem vinir doktorsins ráku. 1 þeim voru hugsanir Sjúrí Andreívits. Hann skýrði þar frá læknisfræðikenning- um sínum, skilningi sínum á heilbrigði og sjúkdómi, athugunum sínum á þróunarkenn- ingunni og framvindu, á einstaklingnum sem líffræðilegri undirstöðu líffærakerfisins; hann gaf sig þar að athugunum á sögu og trúarbrögðum, ekki ósvipuðum þeim sem hann hafði heyrt hjá frænda sínum og Sím- úku; hann skrifaði ritgerðir um fjarlæga staði þar sem hann hafði verið, smásögur, Ijóð. Þessar litlu bækur voru skrifaðar á Birtingur 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.