Birtingur - 01.01.1958, Síða 39
í herberginu okkar, þar sem svæílarnir okkar
tveir liggja,
þar sem við tvö svófum saman,
þar er ég einn um daga, harmi þrunginn:
um nætur andvarpa ég, unz dagur rennur.
Þótt ég syrgi, berst engin hjálp.
Vonlaus er þrá mín að sjá hana.
Menn segja mér, að konan mín sé
í Hagaífjöllum —
þangað held ég,
þreyti göngu um grýttan stig;
en allt lcemur fyrir ekki,
því af konu minni, sem hún var í þessum heimi,
finn ég eigi fölvan skugga.
DAUÐINN
f dag er mér dauðinn
eins og sjúkdómsins bati
þeim, er heill ris af beði.
(Frá Japan). Höf.: Kaki-no-moto Hitomaro
í dag er mér dauðinn
eins og myirunnar angan
þeim, er í andvara báti siglir.
í dag er mér dauðinn
eins og lótusblómanna ilmur
þeim, er á árbakka ölur hvílir.
í dag er mér dauðinn
eins og langtroðin slóð
þeim, er heldur að stríðslokum heim.
f dag er mér dauðinn
eins og hússins friður
þeim, er í gisling löng ár þreyði.
(Forn-egypzkt ljóð)
Höf. ókunnur