Birtingur - 01.01.1958, Síða 40

Birtingur - 01.01.1958, Síða 40
magnús torfi ólofsson: ritdómar íslenzk sendibréf I. Skrifarinn á Stapa. Sendibréf 1806—1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan. Úrvalið sem Finnur Sigmundsson lands- bókavörður hefur gert úr bréfasafni Páls stúdents Pálssonar hefur orðið einstakt skil- ríki um íslenzkt mannlíf á þrem fyrstu fjórðungum 19. aldar. Páll var lengi ritari Bjarna Thorsteinssonar amtmanns, hann skrifaðist á við Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson, en bréf hans varða ekki aðallega hina stóru drætti landssögunnar. I þeim felst fyrst og fremst fjölskyldusaga. Faðir Páls dó ungur frá mörgum börnum. Eftir að systkinin stálpast eru þau sískrif- andi hvert öðru. Menntahefð er í ættinni, þótt efni séu lítil komast piltarnir í skóla og stúlkurnar giftast prestum. Páll stúdent, trúlyndur, hjálpsamur og einhleypur, verð- ur trúnaðarmaður alls ættbogans, ekki að- eins systkina sinna heldur einnig eigin- manna þeirra, kvenna og barna. Fá orð í þessum bréfum veita mikla vitneskju um líf manna og landshagi á þessum tíma. Tvær systur Páls missa menn sína unga og eiga brátt biðlum að svara. Sigríður spyr bróður sinn um Jón Pétursson („Hann held ég sé útlitsgóður maður“) þegar aldraður mauraklerkur krefur hana um skjót svör við bónorði. Hún tekur presti og þau deila um jarðir og erfðahlut. Séra Þorsteinn Helgason, fyrri maður Sigríðar, kvartar yfir að þurfa að láta „prédikanarugl" sitja í fyr- irrúmi fyrir öðrum þarfari störfum. Siggeir Pálsson ákveður að taka prestsvígslu sér þvert um geð til þess að komast yfir bújörð án landsskuldar. Páll Pálsson er trúnaðarvinur skólabræðra sinna, hægri hönd Bjarna amtmanns og bjargvættur bókasafna landsins á sinni tíð. Finni Sigmundssyni hefur tekizt að velja svo úr miklum bréfagrúa, að lesanda finnst hann þaulkynnast Páli og hans nánustu og fá töluverða vitneskju um búskaparlag, stjórnarhætti og menntalíf á Islandi fyrir rúmri öld. Ekki var Reykjavík frýnileg þá frekar en nú, það sem Pál tekur sárast, þeg- ar hann flytur til höfuðstaðarins úr sveit- inni, er að hafa þar fyrir augum „ófullkomin manna verk í staðinn fyrir náttúrunnar in- dælu furðuverk“. Skýringar við bréfin hefðu mátt vera fyllri á stöku stað, til dæmis er engin grein gerð fyrir kvörtunum Páls Ólafssonar yfir skrifum „Matta“. Pálmi Hannesson: Landið okkar. Safn út- varpserinda og ritgerða. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Pálmi Hannesson var einhver snjallasti útvarpsmaður sem við höfum átt. Honum lét ekki aðeins frábærlega vel að búa mál Birtingur 34

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.