Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 25

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 25
Bragi: Þá liggur nærri að spyrja, hvort skáldin eigi að vera skáld hinna andlegu kartöfluleysingja — yrkja fyrir þá eins og andinn innblæs þeim — eða vera andlegir kartöfluframleiðendur sem seðji hungur manna? Ari: Hreint og beint seðji hungur manna. Bragi: Eftir því ættu skáldin að yrkja í samræmi við þær andlegu þarfir og þann móttækileik fyrir skáldskap, sem fólkið hefur á hverjum tíma? Ari: Já. Bragi: En ef andlegum þörfum fólksins er ekki fullnægt með því, sem skáld- unum býr innst í hug, og yrkingarmáti þeirra er því framandi, hvað eiga skáldin þá að gera? Lítum á einhvern íslenzkan samtímaskáldskap til að skýra málin. Hér eru Ljóð ungra skálda í útgáfu Magnúsar Ásgeirs- sonar. Þar er urmull af ljóðum, sem fólk virðist hafa átt erfitt með að tileinka sér eða ekki viljað sinna, væntanlega vegna þess að því finnist þetta ekki kartöflur handa hungruðu fólki, heldur blóm. Ari: Hvað segir ekki Jóhannes úr Kötlum um ljóð sín í lok stríðsins: að þau muni dæmast til að deyja og hann væri glaður, ef þau yrðu talin með þeim sem féllu — sem sagt glaður, ef þau hefðu átt einhvern aktívan þátt í þessu stríði fyrir betra lífi. Bragi: Já, þetta segir hann 1945 um þau kvæði sín sem bezt ættu þó að full- nægja þeirri kröfu sem þú barst fram áðan: að þau seddu hungur kart- öfluleysingjanna. En hann hefur ekki sagt þetta um seinni ljóð sín. Að mínu viti fellir Jóhannes þennan harða dóm yfir kvæðum sínum einmitt vegna þess, að undirniðri finnst honurn hann ekki hafa sinnt kröfum list- arinnar sem skyldi vegna ákafalöngunar sinnar að verða að liði á líðandi stund fyrst og fremst. Ari: Það finnst mér ekki: hann segist sjálfur vera glaður, ef þessi ljóð geti talizt með. Bragi: 1 hópi þeirra sem féllu, já. Hann lítur með öðrum orðum svo á að þau geti ekki átt langa lífdaga fyrir höndum. Þá hlýtur eitthvað að bresta á. Ari: En hann hefur þá gi’einilega barizt fyrir einhverju öðru en langlifi sinna eigin ljóða. Bragi: En er það svo lofsvert? Ef skáld yrkir baráttuljóð, er það þá lofsvert að yrkja þau þannig, að þau séu ekki nothæf nema eitt eða fá ár? Væri ekki æskilegra, að þau ættu sama erindi við þá, sem standa í stríði eftir hundrað ár, og hina sem bera hita og þunga baráttunnar í dag? Jón frá Þegar talað er um boðskap í skáldskap, þá liggur hann auðvitað ekki Pálmholti: alltaf á yfirborðinu, heldur á sér dýpri rætur en séð verði í fljótu bragði. Bragi: Ætli þessi krafa um nothæfni ljóðanna í dægurbaráttunni sé ekki í býsna mörgum tilfellum krafa um að þau séu nokkurs konar brúkskúnst: sam- setningur sem pólitíkusarnir geti notað til uppfyllingar á krónískri and- legri örbirgð sinni, þegar þeir eru að belgja sig upp frammi fyrir fólkinu á þjóðmálafundum eða í kröfugöngum? Birtingur 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.