Birtingur - 01.12.1958, Page 69

Birtingur - 01.12.1958, Page 69
við það. Skýrust er að bókarlokum mynd sveitarpiltsins sem er gestur í borginni og þráir dalinn í sól á vorin myrkri á vet- urna: og enn þegar þú gengur um hörð stræti í borginni ber það við að þú brosir i laumi. Af þessum toga er eitt af líflegri ljóðum bókarinnar: Slys. 1 Ókomnum dögum eru margar veru- leikamyndir af landinu og lífi þess, sumar býsna nærfærnislegar og blæbrigðaríkar (Sambúð), en oft án þeirrar líkingar, táknlegu merkingar eða dýpri skírskotun- ar sem skilur ljóðmynd frá lýsingu, og er ekki því að neita að fyrir bragðið finnst mér skáldsýnin, sem í fyrstu kann að hafa vakað í huga höfundar, einatt gufa upp í meðförunum (Lyngið mitt brúna, Fimm strengir, 5). Þó er yfir ýmsum þessara mynda einhver birta sem hefur þær upp yfir hversdagslegan prósa (snjó- birtu mætti kannski kalla það í ljóðinu Spor), eða óvænt góðglettin athugasemd lyftir heilu ljóði: „kannski heldur það bara áfram að tala um veðrið“ — „þá gekk maðurinn inn í eldhúsið og kyssti konuna sína sem missti steinbítinn af undrun.“ í einu ljóðanna að minnsta kosti er öllu til skila haldið sem fyrir höfund- inum vakti, og því er einnig gefin sú þakkarverða kurteisi að skilja lesandan- um eftir óráðnar gátur til að kljást við: Drukknun ó nei Vatnið er hræðilega kalt ... Hvað? Er einhver að kalla? Nei það er aðeins haustvindurinn sem ber okkur hróp sjómannsins er drukknaði utar í víkinni seint í fyrravetur þegar frost var og kaldur sjór Hverfandi stundin sogar í sig mínúturnar í dyrum kvöldsins stendur þú og undir hellunni sefur jörðin í jörðinni sefur þú sem gafst okkur frelsið þetta er köld nótt Ó heimur líf Þú finnur engan sem man öskufallið droparnir koma og hverfa þorna inn í þig og deyja þú ert kalífinn sem sigrar regnið þú gleypir það ég vakna við hróp sölumannsins Nú er tunglið komið undan skýjum Það var siður fyrrum í Kína að krefjast bókmenntaþekkingar og nokkurra skáld- skaparhæfileika af þeim sem hugðu á stjórnmálaframa (og kannski er það enn til verðleika talið: að minnsta kosti er Maó heimsfrægt ljóðskáld). Hér á landi er þessu öðru vísi farið, enda eru orðin stjórnmálamaður og misindismaður svo líkrar merkingar að þau mætti nota til skýringar hvort á öðru í hinni íslenzk-ís- lenzku orðabók sem verið er að semja. En væri hin fornkínverska venja ríkjandi hér og vitur maður á forsetastóli, fæli hann Jóni frá Pálmholti landvarnamálin vegna síns góða hjartalags og þeirrar málakunnáttu sem gerir honum kleift að tala við útverði Islands mávana milliliða- laust. Einar Bragi Undarlegir fiskar Jóhann Hjálmarsson: Undarlegir fiskar. Heimskringla, 1958. Þótt mér finnist margir efnilegir meðal Birtingur 67

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.