Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 69

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 69
við það. Skýrust er að bókarlokum mynd sveitarpiltsins sem er gestur í borginni og þráir dalinn í sól á vorin myrkri á vet- urna: og enn þegar þú gengur um hörð stræti í borginni ber það við að þú brosir i laumi. Af þessum toga er eitt af líflegri ljóðum bókarinnar: Slys. 1 Ókomnum dögum eru margar veru- leikamyndir af landinu og lífi þess, sumar býsna nærfærnislegar og blæbrigðaríkar (Sambúð), en oft án þeirrar líkingar, táknlegu merkingar eða dýpri skírskotun- ar sem skilur ljóðmynd frá lýsingu, og er ekki því að neita að fyrir bragðið finnst mér skáldsýnin, sem í fyrstu kann að hafa vakað í huga höfundar, einatt gufa upp í meðförunum (Lyngið mitt brúna, Fimm strengir, 5). Þó er yfir ýmsum þessara mynda einhver birta sem hefur þær upp yfir hversdagslegan prósa (snjó- birtu mætti kannski kalla það í ljóðinu Spor), eða óvænt góðglettin athugasemd lyftir heilu ljóði: „kannski heldur það bara áfram að tala um veðrið“ — „þá gekk maðurinn inn í eldhúsið og kyssti konuna sína sem missti steinbítinn af undrun.“ í einu ljóðanna að minnsta kosti er öllu til skila haldið sem fyrir höfund- inum vakti, og því er einnig gefin sú þakkarverða kurteisi að skilja lesandan- um eftir óráðnar gátur til að kljást við: Drukknun ó nei Vatnið er hræðilega kalt ... Hvað? Er einhver að kalla? Nei það er aðeins haustvindurinn sem ber okkur hróp sjómannsins er drukknaði utar í víkinni seint í fyrravetur þegar frost var og kaldur sjór Hverfandi stundin sogar í sig mínúturnar í dyrum kvöldsins stendur þú og undir hellunni sefur jörðin í jörðinni sefur þú sem gafst okkur frelsið þetta er köld nótt Ó heimur líf Þú finnur engan sem man öskufallið droparnir koma og hverfa þorna inn í þig og deyja þú ert kalífinn sem sigrar regnið þú gleypir það ég vakna við hróp sölumannsins Nú er tunglið komið undan skýjum Það var siður fyrrum í Kína að krefjast bókmenntaþekkingar og nokkurra skáld- skaparhæfileika af þeim sem hugðu á stjórnmálaframa (og kannski er það enn til verðleika talið: að minnsta kosti er Maó heimsfrægt ljóðskáld). Hér á landi er þessu öðru vísi farið, enda eru orðin stjórnmálamaður og misindismaður svo líkrar merkingar að þau mætti nota til skýringar hvort á öðru í hinni íslenzk-ís- lenzku orðabók sem verið er að semja. En væri hin fornkínverska venja ríkjandi hér og vitur maður á forsetastóli, fæli hann Jóni frá Pálmholti landvarnamálin vegna síns góða hjartalags og þeirrar málakunnáttu sem gerir honum kleift að tala við útverði Islands mávana milliliða- laust. Einar Bragi Undarlegir fiskar Jóhann Hjálmarsson: Undarlegir fiskar. Heimskringla, 1958. Þótt mér finnist margir efnilegir meðal Birtingur 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.