Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 8
hafði dvalið um tíma í Danmörku og lært
matreiðslu og fleira í sambandi við heim-
ilishald. Síðustu mánuðina þar var ég í
Ankerhus-kennslu-kvennaskóla hjá frú
Magdalene Lauridsen. Um þær mundir
var þar að hef jast umferðarkennsla í mat-
reiðslu, og hvatti frú Magdalene mig mjög
að fara heim til Islands og takast á hend-
ur umferðakennslu þar. Kvaðst hún jafn-
vel mundu fara með mér, ef ástæður
leyfðu, en af því varð þó ekki.
Ég var fátæk af peningum, fatnaði og
öðrum vísdómi en þeim, sem tilheyrði
matargerð og heimilishaldi.
Strax eftir heimkomu mína til landsins
leitaði ég á fund formanns Búnaðarfélags
Islands í Reykjavík, hr. Þórhalls Bjarnar-
sonar, biskups, í þeim vændum að fá nokk-
urn styrk til kennslunnar. En biskupinn
var þá kominn norður á Akureyri í ein-
hverjum erindum. Ég hélt þá til Akur-
eyrar til þess að ná tali af honum, en
var þó nokkuð kvíðandi og hikandi að
ganga á fund biskupsins sjálfs og ekki
sízt þar sem hann var til húsa hjá amt-
manninum, Páli Briem. En biskupinn tók
mér vel og ljúfmannlega og hlustaði með
þolinmæði á mál mitt, þegar ég var að
útskýra fyrir honum fyrirætlun mína og
hvernig ég ætlaði að framkvæma hana.
Nemendurnir áttu að sjá mér fyrir
fæði, húsnæði og ferðakostnaði, en kaup
fyrir kennsluna vildi ég fá hjá Búnaðar-
félagi Islands. Þá sagði blessaður bisk-
upinn: ,,Við getum nú máske látið yður
hafa 100.00 kr., ef þér viljið endilega
reyna þetta.“ Og svo bætti hann við: „En
konurnar vilja þetta ekki.“ Með það skild-
um við, og þóttist ég þó nokkru bættari
við að hefja starfið, þótt fjárstyrkurinn
væri lítill.
Guðrún systir mín bjó þá á Halldórs-
stöðum í Kinn. Ég dvaldi hjá henni nokk-
urn tíma þetta sumar, og ræddi ég þá oft
við ýmsar konur um þessa fyrirhuguðu
umferðakennslu. Virtist mér konum líka
vel, að þetta væri reynt.
Ég lagði af stað í fyrstu kennsluför
mína í október 1903. Farangur minn var
á Draflastöðum í Fnjóskadal, og bjó ég
hann niður í gamalt koffort og kassa,
hæfilegan fyrir olíuvél til matsuðu. Auð-
vitað varð ég að flytja þetta á reiðings-
hesti, því að þá var ekki ferðazt í skraut-
máluðum bílum og þotið með geysihraða.
Fyrsti kennslustaðurinn var Halldórsstað-
ir í Kinn. Mér fannst ferðalagið heldur
dapurlegt. Fylgdarmaðurinn reið á und-
an og teymdi trússahestinn, en ég reið á
eftir honum. Þannig var ég oftast flutt
milli kennslustaða á meðan ég hafði um-
ferðakennsluna á hendi.
Fólkið á Halldórsstöðum átti ekki meir
en svo von á komu minni, en gerð voru
boð á bæina í kring, og söfnuðust brátt
nægilega margar konur til námsins í það
húsrúm, sem unnt var að veita. Voru þær
10—14, og var sú tala nemenda venju-
legust á námskeiðunum.
Kennslan fór fram í miðbaðstofunni á
Halldórstöðum. Þar var eitt lítið borð,
og olíuvélin — sjálft suðutækið — látin
standa á kassa. Þetta gekk furðuvel. En
einhvern veginn fannst mér sem eldra
frændfólkið mitt á Halldórsstöðum treysti
ekki of vel smalastúlkunni frá Drafla-
stöðum, þar sem hún stóð og prédikaði
fyrir fólkinu og sýndi því nýjar aðferðir
við matargerð.
Þegar kennslan hafði staðið í 2 daga,
sáum við út um gluggann, þar sem við
vorum við matargerðina, að kona kemur
ríðandi á fráum fáki utan fellið. Hún reið
í söðli og var í síðu pilsi, eins og þá var
siður hefðarkvenna. Þessi kona var Krist-
björg í Yztafelli, og erindið var að kynn-
ast kennslu minrii. Ég hálfkveið komu
hennar, satt að segja hugsaði, að henni
mundi sjálfsagt þykja lítið koma til þess-
arar tilraunar minnar. En þetta fór á
betri veg en ég hugði. Hún kom inn og
settist í nemendasæti, hlýddi á kennsluna
og gerði uppskriftir af matarréttunum og
tók þátt í öllu, er fram fór í sambandi
við kennsluna.
Áður en námskeiðinu lauk, sagði Krist-
björg, að varla hefði konum fallið meira
happ í skaut í sambandi við matargerð
8
HÚSFREYJAN