Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 21
Heimilisþáttur Búsáhöld frá Ofnasmiðjunni h.f. FYRIRHUGAÐ er að kynna fyrir lesend- um Húsfreyjunnar, bæði í þessu hefti og hinum næstu, nokkuð af búsáhöldum þeim, sem framleidd eru hér á landi. Fram á siðustu ár hefur þessi framleiðsla verið mjög fábreytt, en hefur nú aukizt að nokkrum mun. Við byrjum á því að heimsækja Ofna- smiðjuna, Einholti 10, Reykjavík. Hún er löngu landskunn fyrir framleiðslu sina á miðstöðvarofnum, helluofnunum svo- nefndu, sem þegar hafa hitað upp heimili víðs vegar um landið í hálfan þriðja ára- tug. Ofnasmiðjan h.f. var stofnuð 1936, og hefur Sveinbjörn Jónsson verið fram- kvæmdastjóri frá byrjun. I fyrstu voru eingöngu framleiddir ofnar, en á stríðs- árunum framleiddi verksmiðjan einnig nokkuð af miðstöðvarkötlum og glerhúð- uðum pottum. En framkvæmdastjórinn var ötull og framsækinn og hugðist auka fjölbreytni framleiðslunnar, þótt vafa- laust hafi verið við margs konar örðug- leika að etja. Árið 1947 var svo hafin framleiðsla stálvaska, og er sú framleiðsla nú orðin umfangsmeiri en ofnaframleiðsl- an. Stálvaskarnir hafa bætt mjög öll vinnuskilyrði í eldhúsum okkar og auð- veldað allt hreinlæti við uppþvott og mat- reiðslu. Framleidd hafa verið 2—3 þús. vaskaborð á ári síðustu 3 árin af 9 mis- munandi gerðum. Sérstakir plastvatnslás- HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.