Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 22
I
ar fylgja vöskunum nú, og þykja þeir mik-
il framför frá því sem áður var. Um stál-
vaska frá Ofnasmiðjunni er getið í bók-
inni Eldhúsið, sem nýlega hefur komið út
í flokki fræðslurita Búnaðarfélags íslands.
Þar er sagt frá helztu gerðum þeirra og
stærðum. Einnig er þar sagt frá smá-
skúffuskápum, sem Ofnasmiðjan fram-
leiðir, og fylgja myndir af þessum bús-
áhöldum. Smáskúffuskápurinn er mjög
hentugur í mörg eldhús og getur sparað
húsmóðurinn mörg sporin.
Ofnasmiðjan hefur síðan í stríðslok
stöðugt verið að auka framleiðslu sína
og færa út kvíarnar, og eru þar nú fram-
leidd ýmis stærri og smærri búsáhöld,
auk þeirra, sem að framan eru talin. Öll
þessi áhöld miða að auknum þægindum
á heimilum og létta stórum heimilisstörf-
in. Þau munu vera vel sambærileg við
sams konar áhöld erlend, bæði hvað snert-
ir gæði og verð.
Þvottapottur úr stáli, sem tekur 70
lítra. Hann er útbúinn með sérstakri gata-
rist í botninum, en þar undir er elementið
í snertingu við vatnið, svo að það hitnar
tiltölulega fljótt. Potturinn tekur 3 kw,
en nýtir þá orku tiltölulega vel. Á botn-
inum er einnig stútur og á hann er fest
slanga, svo að vatninu má hleypa úr í
fötu, vaska eða annað niðurfall. Á pott-
inum er sérstakur hitastillir, sem kveikir
og rýfur strauminn, þegar vissum hita er
náð. Þá hefur Ofnasmiðjan framleitt borð
í þvottahús með sérstökum þvottaskál-
um, ásamt skolkerum. Fyrirhugað er að
framleiða stálskolker á hjólum í þeirri
stærð, sem hæfileg þykir til að taka þann
þvott, sem soðinn er í pottinum í einu.
Nýlega er hafin aftur framleiðsla á
vinnustólum eða stólum sérstaklega út-
búnum og þægilegum til að sitja á við
vinnu. Hafa þeir þegar reynzt mjög vel á
skrifstofum og fyrir verksmiðjufólk, sem
situr löngum við sama verkið. Stóllinn er
með góðri setu og baki, úr pressuðum
birkikrossviði, plastlímdum og með plast-
húð, sem svo er hægt að lakka í ýmsum
litum. Setuna má hækka og lækka og enn-
fremur er hún á fjaðurvöltum, svo að hún
sveigist fram og aftur eftir þörfum. Bakið
má einnig hækka og lækka að vild og færa
það nær og fjær setunni eftir því, hve sá,
sem situr á stólnum, er fyrirferðarmikill.
Þá er fótaskemill einnig færanlegur, svo
að hægt er að láta fætur hvíla þægilega,
þegar setið er. Fætur stólsins og grind er
úr stáli. Hægt er að fá hann á hjólum eða
án þeirra. Þessi stóll er lítið eitt dýrari
en venjulegur borðstofustóll.
22
HÚSFREYJAN