Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 23

Húsfreyjan - 01.04.1960, Síða 23
Ofnasmiðjan hefur undanfarið framleitt mjög mikið af hilluútbúnaði, sem er mjög eftirsóttur til ýmissa nota, t. d. í vefn- aðarvöru- og matvöruverzlanir og geymsl- ur. Einnig eru hillurnar notaðar fyrir bæk- ur. Þess konar hillur eru afar hentugar í búr og einnig í frystiklefa. Hillustigi er festur á vegginn og á hann er siðan krækt uglum, sem halda hillunum uppi, og er bil- ið milli hillanna breytilegt um 41^ sm. Uglurnar eru af 6 mismunandi lengdum, frá 15—40 sm, svo að hægt er að hafa hill- urnar misbreiðar. Sjálfar hillurnar má fá úr stáli með gljábrenndri lakkhúð eftir pöntun frá Ofnasmiðjunni, en einnig má nota tréhillur, og geta menn þá haft mis- munandi við í þeim, eftir þvi í hvaða til- gangi á að nota þær. Þá fæst einnig sér- stakur hilluútbúnaður ætlaður fyrir þungavörur. Af smærri búsáhöldum, sem ,,Smiðjan“ framleiðir, má nefna ýmsa smábakka úr stáli, öskubakka, smádiska, áleggsdiska og skálar, glasabakka og fleira. Fat eða matarbakki, sem hentugur er t. d. fyr- ir kjöt og fisk er skemmtilegur á borði, og að sjálf- sögðu mjög ending- argóður. — Kostar hann 190 kr. og er 24 X 44 sm að stærð. Þá má nefna ólgustillinn, sem margar konur hafa sjálfsagt kynnzt, og finnst kannske ó- missandi. Það er lítil plata úr ryð- föstu og sýruheldu stáli með smábroti eða fellingu, og sé henni hvolft í pott, sem sjóða á í mjólk eða mjólkurmat, gefur hún til kynna með smábanki, þeg- ar mjólkin er farin að hitna óþarflega HÚSFREYJAN skarpt, og er því auðvelt að gæta þess, að ekki sjóði upp úr. Allar konur þekkja, hve gremjulegt það er að missa mjplkina upp úr pottinum, þvi að auk þess sem verðmæt næring fer til spillis, veldur þetta auknu erfiði við hirðingu potta og suðuvéla. Þessi smáhlutur kostar aðeins 12 krónur. Þvegillinn hefur einnig verið á mark- aðnum í nokkur ár, og margar konur not- að hann sér til þæginda. Það er eins kon- ar gólfþvottasvampur á skafti, útbúinn svo að vinda má svampinn lauslega, án þess að bleyta hendur sínar, og strjúka yfir gólfin án þess að beygja sig að ráði, og er hann heppilegur á gólf, sem lítið eru óhrein, en aðeins laust ryk, sem strjúka þarf í burtu. Sumir nota þvegilinn á gólf- teppi, og aðrir til að strjúka yfir loft og veggi við hreingerningu. Skipta má um svamp, þegar sá gamli er slitinn, og fást svamparnir á sömu stöðum og þveglarnir. Verð þvegilsins er 150 krónur. Ofnasmiðjan hefur í hyggju að hefja innan skamms framleiðslu á eldhúsvift- um, sem notaðar eru yfir eldavélunum til að draga út matarlykt og gufu, þegar verið er að elda. Viftunni fylgir sérstakur skermur, eins konar trekt, eimhetta sem fest er á vegginn yfir vélinni og á að safna gufunni að viftunni. Er ætlunin að útbúa hana þannig, að hún taki ekki meira rúm frá veggnum en venjulegur veggskápur, en svo megi draga hana fram, þegar soðið er eða steikt á vélinni, svo að hún verki 23 L

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.