Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 29

Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 29
ferð, oftast svo sem 10—15 mínútur til að byrja með, verður sá sem hjálpar að hafa góðan tíma og sjúklingurinn að vera úthvíldur. Hægindastól er komið fyrir við rúmið með stólbakið upp að vegg eða skáp, þannig að stóllinn færist ekki til, þegar sezt er í hann. Ábreiða er lögð yfir stól- inn og koddi hafður til taks, ennfremur skammel undir fæturna, ef stóllinn reyn- ist of hár. Sjúklingurinn er klæddur í sokka og buxur, síðan er tekið undir bakið og fæt- urna og hann látinn setjast framan á. Meðan sjúklingurinn er. að átta sig á breytingunni, er hann færður í slopp og inniskó. Eigi hann ekki slopp, má notast við ábreiðu, sem brotið er ofan á eftir lang- veginum (kragi) og látin yfir herðar sjúk- lings og handleggi, en síðan fest með lás- nælum að framanverðu og um úlnliðina. Stutt er nú með báðum höndum undir handarkrika sjúklings, meðan hann legg- ur hendur sínar á axlir hjálparmanns og þannig er honum hjálpað í stólinn. Ábreiðan er lögð utan um hann, koddi settur við bakið og skammel undir fæt- urna og hann látinn setjast framan á. ling meðan hann er óvanur að sitja í stól, heldur skal í laumi athugað, hvort hann e.t.v. þreytist. fölnar upp og svitnar, því þá þarf undir eins að hjálpa honum í rúmið aftur. Annars má nota tímann til að snúa dýnunni og búa um rúmið. Smám saman lengist fótaferðartíminn og stóllinn er daglega færður fjær rúm- inu, þar til að því kemur, að sjúklingur- inn getur gengið inn í næsta herbergi. Eigi sjúklingurinn bágt með gang, þarf að fjarlægja lausar ábreiður af gólfum, svo að hann detti ekki um þær. Ennfrem- ur getur hann þurft á göngustaf að halda. Sér til dægrastyttingar þarf sjúklingur- inn að fá eitthvað um að hugsa: lestur eða handavinnu, saum, hekl, prjón, teikn- ingu, eða annað sem hentar honum. Heimsóknir vina og vandamanna eru kærkomnar undir þessum kringumstæð- Langlegusjúklingar og gamalmenni Bæði ungir og gamlir geta orðið fyrir langvarandi, jafnvel ólæknandi sjúkdóm- um. Það sem áður hefur verið sagt um hreinlæti, hirðingu húðarinnar o.s.frv., gildir auðvitað alveg sérstaklega fyrir þann, sem liggja þarf rúmfastur árum saman. Taka verður einnig tillit til þeirrar, sem hjúkrunina hefur á hendi, hún þarf að fá frí öðru hvoru, bæði til að létta sér upp og sinna eigin erindagjörðum. Fjölskyldu- meðlimir verða, er þannig stendur á, að skiptast á um vaktir. — f sumum tilfell- um, t. d. eftir örkuml, hefur það mikla þýðingu, að sjúklingurinn læri að hjálpa sér sem allra mest sjálfur. Hér læt ég staðar numið. — Ég hef leitazt við að draga fram þýðingarmestu atriði heimahjúkrunar, eins og þau gerast nú á dögum. Margt er að vísu ósagt, t.d. um ýmsar hjúkrunaraðgérðir, en slikt verður varla lært af bókum, a.m.k. ekki án þess að myndir fylgi. — Kærar kveðjur! HÚSFREYJAN kemur út 4 sinnum á ári, Ritstjórn: Svafa Þórleifsdóttir Laugavegi 33A - Sími 16685 Sigríður Thorlacius Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783 Elsa E. Guðjónsson Laugateigi 31 - Sími 33223 Sigríður Kristjánsdóttir Stigahlíð 2 - Sími 35748 Kristjana Steingrímsdóttir Hringbraut 89 - Sími 12771 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33 A. Verð árgangsins er 35 krónur. í lausasölu kostar hvert venjulegt hefti 10 kr. Gjald- dagi er fyrir 1. október ár hvert. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. HÚSFREYJAN 29

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.