Húsfreyjan - 01.04.1960, Qupperneq 37
Ferðaþáttur
LAUGARDAGINN 27. júlí 1957 lögðum
við hjónin á stað austur á Stöðvarfjörð.
Við flugum með Sólfaxa í sólskini og
blíðviðri. Farþegar voru margir með flug-
vélinni. Á leiðinni austur sáum við tals-
vert af hálendinu. Til Egilsstaða vorum
við komin eftir klukkutíma og tuttugu
mínútur. Þar beið áætlunarbíll, sem flutti
fólkið niður á firði. Farið var um Fagra-
dal. Mér þótti leiðin skemmtileg á meðan
ég sá Egilsstaðaskóg.
Þegar komið var niður á Reyðarfjörð,
reyndum við að hafa upp á frænku minni,
sem er búsett á Búðareyri. Hjá henni
drukkum við kaffi og mér fannst gott
að hvíla mig áður en lengra var haldið.
Þarna urðum við að bíða í rúmlega tvo
klukkutíma. Bíllinn, sem við fórum með,
gat ekki farið fyrr en áætlunarbillinn frá
Akureyri var kominn með póstinn, því að
hann átti að taka póst til Fáskrúðsf jarð-
ar. Þangað komumst við ekki fyrr en
seint um kvöldið og gistum hjá systur-
syni mínum og konu hans. Daginn eftir,
sem var sunnudagur, fengum við okkur
jeppa til Stöðvarfjarðar. Vorum við rúm-
an klukkutíma á leiðinni, en þar tók á
móti okkur góður vinur minn, sem var
búinn að útvega okkur samastað á meðan
við dvöldum þarna hjá þeim góðu hjónum
Kristborgu Jónsdóttur og Sighvati, manni
hennar, á Borg. Þau búa einmitt þar, sem
ég átti einu sinni heima. Mér var mikið
gleðiefni að sjá allar framfarirnar, sem
yrði of langt mál upp að telja. Áður var
nokkuð af óræktuðu landi utan við þorp-
ið. Nú eru þar slétt og falleg tún. Tvær
ár renna gegnum þorpið fram í fjörðinn.
Þær hafa verið brúaðar, enda gat verið
erfitt að komast yfir þær í vatnavöxtum,
einkum á vorin. Við heimsóttum vini og
kunningja og var alls staðar tekið með
mestu vinsemd.
Einn daginn fórum við inn að Stöð,
sem er innsti bærinn í firðinum. Þar eru
stór og víðáttumikil tún og mjög fallegt.
Þaðan á ég einnig góðar minningar. Nú
býr bróðurdóttir mín þar stórbúi með
manni sínum og börnum.
Síðasta kvöldið, sem við vorum þarna,
var yndislegt veður. Fjöll og hús spegl-
uðust í firðinum og létt lognaldan gjálfr-
aði við fjörusteinana. — Næsta morgunn
var lagt af stað heimleiðis. Frændi minn
bauð mér að flytja okkur austur á Fá-
skrúðsfjörð. Var það vel þegið. Eftir
stutta viðdvöl á Fáskrúðsfirði var haldið
upp á Hérað. Þar hefði ég viljað sjá mig
betur um, en tíminn leyfði það ekki. Ekki
fannst mér vegirnir vera vel greiðfærir,
en vonandi er nú búið að laga það, enda
voru vegagerðarmenn á tveimur stöðum,
þar sem við fórum um.
Margir biðu á flugvellinum eftir fari
suður, enda var Sólfaxi kominn. Eftir
stutta stund vorum við komin upp í há-
loftin. Nú var dimmt yfir og flogið skýj-
um ofar. Mér varð illt í höfði og var með
óþægindi í eyrunum, en það lagaðist furðu
fljótt. Klukkan 8 síðdegis var lent á
Reykjavíkurflugvelli. Þá var þar regn-
suddi og kalsaveður.
Þetta ferðalag austur á kærar æsku-
stöðvar bættist mér nú í sjóð minning-
anna.
Guðný Stefánsdóttir,
Grindavík.
Borðið
fisk
og
sparið
Fiskhöllin
Tryggvagötu 2
Sími 11240
HÚSFRKYJAN
37