Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 21

Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 21
mannneldisþattur Matur, sem borinn er fram sem hlaup, er mjög girnilegur og lystugur. En margar húsmæður veigra sig við að útbúa þannig rétti, þótt þeir séu auðtilbúnir, þegar lærð- ar hafa verið mjög einfaldar grundvallar- regur. Hlaup er næstum því hægt að útbúa úr hvaða vökva sem er, svo fremi að bragð vökvans eigi við það, sem í hann er sett, en flestar matartegundir má framreiða þannig. Hvítvín og ávaxtasafi á vel við ávexti, tó- matsafi á vel við grænmeti, skeldýr (rækj- ur, humar), kjúklinga og kálfskjöt, kjötsoð með ýmsum kjötréttum, að ógleymdu fisk- soði (sem allt of margar húsmæður henda í vaskinn) með fiski og skeldýrum. Soðið eða annar vökvi, sem notað er, þarf að vera bragðsterkt. Matarlímið dregur dá- lítið úr bragðinu. Þegar soð er skírt, er hægt að sjóða örlítið edik, lárberjalauf, salt og pipar með í vökvanum til að krydda hann betur. Aðferðin við að skíra soðið er ætíð sú sama, hver sem vökvinn er. Vindið matar- límsblöðin upp úr vatninu, sem þau hafa legið í bleyti í og þau látin í vökvann, áður en hann er hitaður og skírður. Þvoið eggjaskurn með klút, vættum í ediki. Látið eggjahvítur og mulda eggjaskurn út í hlaup- vökvann. Potturinn settur yfir sterkan hita og þeytt látlaust í, þar til sýður upp með börmunum. Hlemmur settur á pottinn og látið bíða í nál. 15 mínútur. Hellt á klút og síað. Áætla þarf 6—7 blöð af matarlími í V2 1 af vökva eða álíka margar tsk. af matar- límsdufti í hlaup, sem hvolfa á, annars held- ur minna. Látið matarlímsblöðin liggja í bleyti í köldu vatni, í 15—20 mínútur; kreist- ið þau upp úr vatninu og leysið þau upp í heitum vökvanum eða bræðið þau yfir gufu. Hrærið matarlímsduftið út með köldu vatni, 1 msk. á 1 tsk. af dufti, bræðið það síðan á sama hátt og matarlímsblöðin. Skolið mótið að innan með köldu vatni, setjið dálítið af vökvanum á botninn, látið hálfhlaupa, leggið það, sem einkum á að vera til skrauts, ofan á hlaupið, festið því með örlitlum hlaup-vökva, látið hálfhlaupa. Látið annað sem á að vera í hlaupinu í mót- ið, og hellið svo hlaupvökvanum í. Betra er að útbúa hlaup daginn áður en á að bera það fram, er þó ekki nauðsynlegt. Hlaupið verður að vera vel stíft, þegar það er losað úr mótinu. Rennið hníf með- fram börmunum og hristið mótið varlega, svo að loft komist milli barms og hlaups. Hvolfið fatinu yfir mótið og síðan höfð enda- skifti á fati og móti. Bezt að mótið sé barma- fullt, þá raskast hlaupið síður, þegar því er hvolft. Grœnmeti í hlanpi 8 dl grænmetissoð Blónikál 10 blöð matarlím Gulrætur 2 eggjahvítur Steinselja Eggjaskurn Agúrka Laukhringir Sítróna Grænar braunir Húsfreyjan 21

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.