Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 21
mannneldisþattur Matur, sem borinn er fram sem hlaup, er mjög girnilegur og lystugur. En margar húsmæður veigra sig við að útbúa þannig rétti, þótt þeir séu auðtilbúnir, þegar lærð- ar hafa verið mjög einfaldar grundvallar- regur. Hlaup er næstum því hægt að útbúa úr hvaða vökva sem er, svo fremi að bragð vökvans eigi við það, sem í hann er sett, en flestar matartegundir má framreiða þannig. Hvítvín og ávaxtasafi á vel við ávexti, tó- matsafi á vel við grænmeti, skeldýr (rækj- ur, humar), kjúklinga og kálfskjöt, kjötsoð með ýmsum kjötréttum, að ógleymdu fisk- soði (sem allt of margar húsmæður henda í vaskinn) með fiski og skeldýrum. Soðið eða annar vökvi, sem notað er, þarf að vera bragðsterkt. Matarlímið dregur dá- lítið úr bragðinu. Þegar soð er skírt, er hægt að sjóða örlítið edik, lárberjalauf, salt og pipar með í vökvanum til að krydda hann betur. Aðferðin við að skíra soðið er ætíð sú sama, hver sem vökvinn er. Vindið matar- límsblöðin upp úr vatninu, sem þau hafa legið í bleyti í og þau látin í vökvann, áður en hann er hitaður og skírður. Þvoið eggjaskurn með klút, vættum í ediki. Látið eggjahvítur og mulda eggjaskurn út í hlaup- vökvann. Potturinn settur yfir sterkan hita og þeytt látlaust í, þar til sýður upp með börmunum. Hlemmur settur á pottinn og látið bíða í nál. 15 mínútur. Hellt á klút og síað. Áætla þarf 6—7 blöð af matarlími í V2 1 af vökva eða álíka margar tsk. af matar- límsdufti í hlaup, sem hvolfa á, annars held- ur minna. Látið matarlímsblöðin liggja í bleyti í köldu vatni, í 15—20 mínútur; kreist- ið þau upp úr vatninu og leysið þau upp í heitum vökvanum eða bræðið þau yfir gufu. Hrærið matarlímsduftið út með köldu vatni, 1 msk. á 1 tsk. af dufti, bræðið það síðan á sama hátt og matarlímsblöðin. Skolið mótið að innan með köldu vatni, setjið dálítið af vökvanum á botninn, látið hálfhlaupa, leggið það, sem einkum á að vera til skrauts, ofan á hlaupið, festið því með örlitlum hlaup-vökva, látið hálfhlaupa. Látið annað sem á að vera í hlaupinu í mót- ið, og hellið svo hlaupvökvanum í. Betra er að útbúa hlaup daginn áður en á að bera það fram, er þó ekki nauðsynlegt. Hlaupið verður að vera vel stíft, þegar það er losað úr mótinu. Rennið hníf með- fram börmunum og hristið mótið varlega, svo að loft komist milli barms og hlaups. Hvolfið fatinu yfir mótið og síðan höfð enda- skifti á fati og móti. Bezt að mótið sé barma- fullt, þá raskast hlaupið síður, þegar því er hvolft. Grœnmeti í hlanpi 8 dl grænmetissoð Blónikál 10 blöð matarlím Gulrætur 2 eggjahvítur Steinselja Eggjaskurn Agúrka Laukhringir Sítróna Grænar braunir Húsfreyjan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.