Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 35
smákökutegundír ur sama deigi
Grunndeig
250 g smjör 350 g sykur
250 g smjörlíki 750 g hveiti
1 egg 1 tsk. lyftiduft
Smjör, smjörlíki og sykur hrært létt og
ljóst, egginu, sem er þeytt, hrært saman við.
Hveiti og lyftidufti sáldrað á borð, hræran
sett í miðjuna, deigið hnoðað, þar til það
er vel samfellt. Látið bíða á köldum stað.
Ur deigi þessu er hægt að útbúa:
1. Vanillukex: Takið 1/7 hluta af deig-
inu, hnoðið saman við það 1 msk. af kart-
öflumjöli og 1 msk. af vanillusykri. Deigið
flatt út, stungnar út kringlóttar kökur með
gati í miðjunni. Þrýstið ofan á hringina með
gaffli. Bakaðar ljósbrúnar.
2. Aldinmaukskökur: Deigið flatt út
stungnar út kringlóttar kökur, helzt með
laufaskurði. Vl tsk. af föstu aldinmauki sett
á hverja köku, og þær brotnar saman nær
miðju. Smurðar með eggi. Bakaðar við með-
alhita.
3. Súkkulaðilauf: Hnoðið 2 tsk. af kakaó
saman við deigið. Deigið flatt út, skornar út
kökur með blaðlaga móti. Smurðar með eggi,
dyfið í perlusykur og saxaðar möndlur. Bak-
aðar við meðalhita.
4. Finnskt branð: Hnoðið dálítið af möluð-
um möndlum (6 stk.) saman við deigið..
Búnar til fingurþykkar lengjur, sem smurð-
ar eru með hálfþeyttri eggjahvítu og síðan
skornar í 3—4 cm langa bita, sem dyfið er í
perlusykur og saxaðar möndlur. Bakaðar-
við meðalhita.
5. Koniakkransar: Deigið kryddað með
2 msk. af koniaki. Brúnar til mjóar lengjur,
sem vafðar eru saman 2 og 2. Skornar í 10
cm langa bita, sem úr eru mótaðar hringir.
Bakaðir við meðalhita.
6. Hnetukökur: Setjið 50 g af söxuðum
hnetukjörnum saman við deigið. Sprautið úr
deiginu litlar, kringlóttar kökur. Hnetu
stungið f miðju hverrar köku. Bakaðar við
meðalhita.
7. Stjörnur: Setjið rifinn sítrónubörk sarrt--
an við deigið. Deigið flatt út og mótaðar
kökur méð stjörnulöguðu móti. Smurðar með
hálfþeyttri eggjahvítu, dyfið í perlusykur og
saxaðar möndlur.
Húafreyjan
35