Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 6
góðra starfskrafta eigi rétt á sér í livaða mynd sem er og kvenfélögin liafa látið margt gott af sér leiða. Ef ég man rétt, þá eru nú um liundrað ár síðan fyrsta kven- félagið var stofnað og síðan fjölgaði þeim mjög á næstu áratugum, en flest munu enn geta starfað samkvæmt þeim lögum, sem þau settu sér í upphafi. Víst getur svo farið, að þetta félagsform verði óþarfl fyrr en varir, allt er á Iiraðri breytingu um- liverfis okkur. En þessi liundrað ár hafa kvenfélögin starfað að menningar-, mann- úðar- og líknarmálum, verkefnin hafa ver- ið þannig vaxin, að þau liafa flest verið leyst í kyrrþey og því má vera, að þeir sem rninna þekkja til, vanmeti starfið og haldi að félögin séu óþörf. H. A. Úr þ ví að kvenfélög eru til, þá eiga þau rétt á sér, en ég held, að það sé spegilmynd af því, að konur skortir fé- lagsþroska, að þær skuli þurfa að vera í sérfélögum, en taki ekki þátt í félagslífi þjóðfélagsins í lieild. Ég er aðeins í einu kvenfélagi og hef ekki tekið mjög mikinn þátt í almennum störfum þess, svo ég tala af takmarkaðri reynslu, en þó finnst mér það liggja í augum uppi, að ef konur eiga að bindast samtökum vegna sérstöðu sinn- ar, þá ættu þær að bindast samtöknm um allt starf, sem miðar að varðveizlu friðar og mannúðar. S. T. Haldið þið að karlmenn myndu hætta að hafa sérfélög í fullkomnu jafn- réttisþ jóðfélagi ? F. N. Nei, en nú eru þeir sem óðast að stofna sérfélög með svipuðu verksviði og kvenfélögin, þeir eru sem sé teknir að sinna mannúðarmálum. S. J. Má þá ekki skilja það svo, að karl- menn líti ekki lengur á mannúðarmálin sem sérsvið kvenna? Ég verð að telja það jákvætt spor að þeir skuli vera farnir að láta þessi mál til sín taka. Ætli annars að þeir karlmenn, sem áhuga hafa á líknar- málum fengju inngöngu í kvenfélög til þess að starfa að þeim þar? Ég er raunar viss um, að fundir karlmanna í þeirra h'kn- arfélögum eru miklu skemmtilegri heldur en fundir kvenfólksins. Þeir þurfa ekki að baka kökur og bera á borð, lieldur setjast þeir bara niður og horða fínan mat sér lil skemmtunar, um leið og þeir afla fjár til starfseminnar! F. N. Það kynni að vera af því, að þeir hafa rneiri fjárráð heldur en konurnar. En einmitt nú er starf kvenfélaganna að snú- ast meira í þá átt að konurnar miði vissan þátt fræðslustarfs síns við það, að það verði þeim líka til skemmtunar, enda eru mörg verkefni, sein kvenfélög sinntu áður, komin í aðrar hendur. Tryggingarn- ar hafa t. d. leyst margan vanda, sem kvenfélögin sinntu áður í kyrrþey. Það hefur sjaldnast verið slegið upp stórum fyrirsögnum í dagblöðum, þó að kvenfé- lög gæfu stórfé til líknar- eða menningar- mála. Karlmennimir eru miklu lagnari að láta á því bera, sem þeir gera. S. J. Er það nú af lilédrægni — er það ekki af því, að karlmönnunum finnst sjálf- sagt að notfæra sér fréttaþjónustuna? Hef- ur uppeldið ekki stuðlað að því að upp- ræta hlédrægni drengja, en viðhalda lienni hjá stúlkunum? F. N. Ég held að það sé enginn í vand- ræðum með það núorðið að ná í blaða- menn og ljósmyndara, ef þeir vilja. H. A. Ég er að vona, að þegar kvenfólk verður raunverulega orðið jafn réttliátt og karlmenn, þá verði þjóðfélagið orðið svo háþróað, að enginn þurfi lengur að vera að berjast fyrir líknarmálum. F. N. Mér finnst að konur hafi nú þegar réttindi og frelsi, ef þær vilja notfæra sér það. Það, sem á skortir að þær liafi sömu aðstöðu og karlmenn, næst því aðeins, að þær standi betur vörð um rétt sinn útá við. S. J. En réttindi eru ekki nóg, ef ekki er aðstaða til þess að notfæra sér þau og það skortir mikið á að konur hafi sömu aðstöðu í þjóðfélaginu og karlar. F. N. Víst er það rétt — karlmenn eru jafnan taldir öruggari vinnukraftur og fá betri stöður, enda verða konurnar alltaf að hugsa um börnin og heimilið. Sú stað- reynd að konurnar ala börnin og eru þeim bundnar mikinn hluta ævinnar, veldur því að þær verða aldrei eins frjálsar og karl- menn úti í atvinnulífinu eða við nám. Uppeldi stúlkna hlýtur að miðast við það, 2 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.