Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 37

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 37
eiginlega þvottahúsinu, þar sem til eru all- ar vélar. Mér þykir alls ekki leiðinlegt að verzla, ekki sízt ef kaupmaðurinn vildi nú gera það fyrir niig að lækka í útvarpinu, svo ég gæti einbeitt mér að vöruvalinu. Stundum á ég í brasi með að raða saman í máltíð þeim furðulega varningi, sem ég lirifsa með mér í hálfgerðri blindni. Mesti kosturinn við að vera svona mikið beima er sá, að liafa tíma til að sinna börnunum. Ég lief aldrei notið lífsins meir en þegar ég er með litla strákangann. Ég er ekki alltaf að leika við liann. Við erum bara saman og sinnuin bvor sínu og skröf- um saman öðru liverju. Stundum förum við í gönguferð og stundum rökræðum við bvort það eigi að kaupa ís eða ekki, en þá getur auðvitað orðið barkalegur skoðana- munur. Getið þið sagt mér hversvegna fleiri karlmenn liafa ekki uppgötvað þessa skemmtun ? Víst er um það, margt getur verið til trafala. Við liöfum svosem orðið að velta ýmsu fyrir okkur. Fyrst og fremst er það fjárbagurinn. Okkur vildi það til láns, að við vorum ekkert liátekjufólk þegar við ákváðum að liaga lífi okkar svona, svo að munurinn varð ekki mikill. Það er líka okkar lán, að kona mín lief- ur ánægju af starfi sínu og fær sæmileg laun. Svo gat ég unnið fyrir dálitlu, þó að ég væri heima. Ég lief skrifað fáeinar bækur, sem gefa nokkrar tekjur og svo tók ég að mér nokkurra tíma kennslu, ýmist seinni hluta dags eða þá daga, sem kona mín á frí. Einstaka sinnum flyt ég fyrir- lestra. Mér er nær að halda, að fjárhags- hliðin sé ekki eins mikilvæg og okkur bættir til að álíta. Við skulum gæta þess að magna ekki með okkur þá trú, að við niyndum verða miklu hamingjusamari ef við værum ríkari. Ef eiginmaðurinn ætlar að vera heima, þá verður hann að kunna til verka. Ef hann livorki kann né vill læra að skifta um bleyjur eða búa til mat, þá er betra að hann sé á skrifstofunni. Því miður er ekki nóg að fjárhagslegu og verklegu skilyrðunum fyrir þessari HÚSFRETJAN verkaskiptingu sé fullnægt. Það ríkja svo rangsnúnar liugmyndir urn það livernig lijón geti leyft sér að skipta með sér verk- um heima og að heiman. Mörgum karl- mönnum finnst að manngildi þeirra rýrni við slíka breytingu. Og konur þeirra verða líka órólegar út af því. Séu þau sammála um breytinguna, þá lætur fjölskyldan á- reiðanlega til sín lieyra. Sæmir þetta nú drengnum mínum, segir tengdamamma, að vera heima og gera ekk- ert? Konan hans lilýtur að vera óttalegt skass, fyrst bún vill ekki sjá abnennilega um liann. Guð má vita nema liann verði jafnvel að stoppa í sokkana liennar! Það er ekki nógu virðulegt að liugsa um heimili. Það vantar ekki öll fallegu orðin um live nauðsynlegt það sé, að einhver sé beima, sjái um bömin og sé góður við fyrirvinnuna, sem komi þreytt beim, þrúg- uð af ábyggjum. Húsfreyjurnar, sem heima eru, skipa ekki sérlega virðulegan sess og þessvegna liafa karlmennirnir enn lítinn ábuga á því embætti. Sjálfsálit þeirra risi ekki undir því að bætta ,,alvöru“ vinn- unni, þá yrðu þeir blátt áfram að engu. Ég yrði satt að segja ekkert hissa þó að það yrði til þess, að þjóðfélagið breytti um álit á konunum, sem vinna heimilis- störfin, ef fáeinir karlmenn fyndu, live miklu er þar eftir að sækjast. Ef karhnennirnir komast að því, að það er garnan að passa börn, indælt að geta fengið sér gönguferð þegar mann langar til þess, reglulega skemmtilegt að snndda í smáviðgerðum og matseld, notalegt að geta lesið bækur þegar Iiugur manns hneig- ist í þá átt, en ekki þá fyrst þegar maður liggur í beinbroti -— þegar augu karl- mannanna opnast fyrir því, livers þeir liafa farið á mis, þá munu þeir fara að meta starf konunnar að verðleikum. Við skulum bara vona, að karlar og kon- ur geti, þegar þar að kemur, komið sér saman um að skipta lífsins gæðum á milli sín, svo að niðurstaðan verði ekki sú, að karlmennirnir sitji heima og láti fara vel um sig, en konurnar hafi allt erfiðið í-at- vinnulífinu. S. Th. þýddi 33

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.