Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 46

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 46
Stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna. Fremri röS frá vinstri: Sólveig Runólfsdóttir, Jóhanna BjarnfreSsdóttir. Aftari röS frá vinstri: Kristín ísleifsdóttir, ÞorgerSur Kolbeinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir. 2. svar: Fundarsókn er allgóð, og þá sérstaklega, ef eittlivað sérstakt er upp á að bjóða. 3. svar: Auk þátttöku okkar í stjórnmáluni liöfum við nú tekið ýmislegt fyrir, og má t. d. nefna sýnikennslu í gerbakstri, sem frú Sigr. Kristjánsd. Iiúsmæðrakennari sá um. Frú Andrea Oddsteinsdóttir liélt fyrirlest- ur um háttvísi og snyrtingu. Fyrir jólin var á okkar veguni sýnikennsla í jóla- skreytingum í Blómahöllinni, og var það ákaflega vel sótt og vinsælt. Við höfum Stjórn Kvenfélags Kópavogs. Fremri röS jrá vinstri: GuSrún Maríasdóttir, Áslaug Eggerlsdólt- ir, Sigurbjörg ÞórSardóttir. Aftari röö: GuSrún Einarsdóltir, Rannveig Jónasdóttir, Ragna Krisljánsdóttir. einnig haft sýnikennslu í föndri, sem frú Bergþóra Gústavsdóttir, forstöðukona dag- lieimilisins liér sá um, og síðast en ekki sízt fund um leikvallamál, og höfðu konur skiljanlega mjög mikinn áliuga á þeim málum. 4. svar: Við liöfum fullan áliuga á að efla félagið, og gera konur okkar sem liæfastar til þess að koma fram á opinberum vettvangi, og stuðla með því að almennri þátttöku kvenna í bæjar- og þjóðmálum. Frú Áslaug Eggertsdóttir: 1. svar: Kvenfélag Kópavogs var stofnað 29. okt. 1950. Stjórnina skipa nú þessar konur: Áslaug Eggertsdóttir formaður Guðrún Einarsdóttir ritari Guðrún Maríasdóttir gjaldkeri Sigurbjörg Þórðardóttir varaformaður Ragna Kristjánsdóttir meðstjórnandi Rannveig Jónasdóttir meðstjómandi 2. svar: Fundimir skiptust í málfundi, kynningar- fundi og skemmtikvöld. Til að byrja með voru fundirnir mjög vel sóttir, en þegar frá leið breyttist þetta nokkuð, en má þó segja að fundarsókn hafi alltaf verið sæmi- leg. 3. svar: Verkefnin hafa verið margþætt. Það merk- asta er líknarsjóður Áslaugar Maack. Frú Áslaug Maack var fyrsti formaður félags- ins, en þegar liún lézt var stofnaður líkn- arsjóður, sem ber liennar nafn og átti að veita úr lionum til bágstaddra. Söfnun í sjóðinn fer fram með sölu á minningar- spjöldum, basar, jólakortum og blóma- sölu. Alls liefur verið úthlutað úr sjóðn- um kr. 585.169,00. Þegar kirkjan var í smíðum lagði kven- félagið fram peninga upp í kostnað við gerð glugganna í hana o. fl. Kvenfélagið hefur tekið mikinn þátt í flestum framfaramálum kaupstaðarins og er t. d. meðeigandi í Félagsheimili Kópa- vogs. Þá hafa verið haldin allskonar nám- skeið t. d. í saumum, föndri og fundar- Frh. á bls. 45 42 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.