Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 33

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 33
 samt úr vegi að endurvekja þessa gagn- semi. Mismunandi er livernig sængurverum er lokað. Hentugast mun vera að liafa opið á hliðinni um 1 m langt og loka því með böndum eða hneppslum og tölum. Þannig má snúa sængurverinu á mismunandi vegu, svo að slitið komi jafnara niður á því. Sé opið liaft á öðrum endanum, eins og vana- legast er, þá slitnar það fyrst þeim megin, sem veit að höfðalaginu. Koddaver Ymist eru notuð bómullarefni eða liörefni í koddaver. Því sléttara og meira gljáandi sem efnið er, því svalara virðist það. Og gljáandi efni eru líka auðveldari í þvotti, þess vegna er hörefni æskilegt í koddaver, þótt sá galli sé á þeim, að þau þurfa sér- staka aðgæzlu í þvotti. Venjulegast er að nota einskeftuofin léreft í koddaver. Helztu stærðir á koddaverum eru: 60x65 sm, 65x80, 60x90 eða 60x100 sm. Koddaver í barnarúm er um 37x45 sm. Koddaverin má sauma Jiannig, að þau séu einungis jafnstór koddanum, en ann- ars er vanalegt að hafa um 5 sm breiða rönd á 3 hliðunum. Opið er þá haft að neðan og lokað með tölum og hneppslum eða böndum. Hentugt er að sauma opin þannig að um 20 sm breitt brot leggist inn í verið öðru megin að neðan, eins og sést á næstu mynd. Þá þarf livorki hneppslur né hönd. Séu koddar mun lengri á annan veg- inn en liinn, er lieppilegt að liafa opið á hliðinni. Skraut á koddaverum má hafa á ýmsa vegu, ýmist ofnar rendur eða saumaðar. Hcntugra er að rendur og skraut sé ofið í efnið fremur en saumað, J)ar sem saumur- inn vill oft hlaupa meira en efnið sjálft, og ])á lierpir hann efnið saman, svo að koddaverið verður óslétt og leiðinlegra í HÚSFREYJAN 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.