Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 17
HLUTVERK MÆÐRA A s. I. vetri bauð Hulda Jensdóllir, yfirljósmóðir á FceSingarheimili Reykjavíkurborgar, konum, sem dvaliö höfðu á fœðingarheimilinu til fundar og flutti þá erindi það, sem Húsfreyjan hefur óskað að mega birta. Erindið er samið til flutnings, en ekki til prentunar, og er fellt nokkuð úr því hér. Sú lmgmynd liefnr oft livarflað að mér að gaman væri að liitta þær fjölmörgu á- gætu konur, sem ég hefi liaft þá ánægju að umgangast og deila með liugþekkum stundum, stundum, þar sem liámark lífs- fegurðar hefur sameinast í eina skínandi heild. Sjálf tel ég það liafa verið mikla gæfustund, þegar ég í fyrsta sinn sá barn fæðast og tók þá ákvörðun að það skyldi verða starf mitt, að aðstoða við undrið mikla, þegar lífveran æðsta hefur göngu sína inn í þetta jarðlíf. Þeirrar ákvörðunar liefur mig aldrei iðrað. Eftir því sem árin hafa liðið, hefur starfið orðið mér hug- þekkara og ég sé stöðugt í því meiri dýpt og fegurð, sem á sér engin takmörk, og fyrir mér er liver bamsfæðing nýtt undur, sem stöðugt flytur mér ný umhugsunar- og viðfangsefni. Tíminn hefur ekki staðið í stað síðan ég tók þessa ákvörðun, nei liann Iiefur blátt áfram þotið áfram, og ég verð að liorfast í augu við það, að Ijósubörnin mín fyrstu eru þegar orðnir foreldrár, auðvitað ungir foreldrar, en foreldrar eigi að síður. Það er ákaflega margt sem ég gæti liugs- að mér að tala um við ykkur í kvöld, t. d. afslöppun, nýjungar og framfarir á því sviði, en ég hefi tekið þá ákvörðun að láta það bíða annars tíma, en í staðinn dvelja litla stund með ykkur við efnið: Ungir foreldrar, Ungar mæður, of ung móðir. Þetta er efni, sein af margvísleg- um ástæðum liggur mér mjög á lijarta. Fyrir nokkmm mánuðum síðan var mér boðið til ráðstefnu, sem fjallaði einmitt um þetta efni: Ungar mæður, og síðan hefur það ávallt fylgt mér. Margt kom fram, sem var mjög atliyglisvert og sumt gott, en þó lítið sem ekkert það, sem skipti meginmáli frá mínum sjónarhóli séð. Það er svo oft þannig, þegar verið er að tala um alvarleg mál, að svo virðist sem reynl sé að komast hjá kjarna málsins, og ldut- irnir því aldrei sagðir eins og þeir eru í raun og veru, sennilega er þetta af ein- hverskonar ótta við umhverfið, vegna þess að sannleikurinn fellur sjaldnast vel í eyru fjöldans, hann getur komið illa við ein- livern, og það þykir ekki gott. En hvort það nú er líkamlegt mein eða þjóðfélags- legt, þá verður það aldrei læknað, nema komizt sé fyrir rætur þess, og það síðan hreinsað. öllum er það Ijóst, að vandamálið o/ ungar mæður er að verða mikið vandamál hér á okkar ágæta landi, ekki síður en annarstaðar úti í hinum stóra lieimi. Við, sem livað eftir annað tökum þátt í því að aðstoða barn við það að ala af sér barn, við getum ekki annað en fundið til. Sárs- auki okkar er tvíþættur. Við finnum ekki einungis til vegna barnsins sem er að /æð- ast. Hvert verður uppeldi þess, liver verða örlög þess og afkoma, og livernig verður það þjóðfélag, sem samanstendur af mikl- um fjölda slíkra einstaklinga ? Nú getur verið að þið liugsið sumar sem svo, Iiversvegna að tala um þetta við okk- ur, við erum þó ekki þessar o/ ungu mæð- ur. Það er alveg rétt, en þið eruð þeir aðilar sem innan tíðan getið staðið and- spænis því vandamáli, og sumar liafa það e. t. v. þegar innan seilingar. Ég er í þeirra hópi, sem liefi bjargfasta trú á mætti þess kærleiksafls, sem býr í sannri móðir. Og ég er sannfærð um, að ekkert afl getur komið svo miklu til vegar til gæfu og blessunar, eins og einmitt vald og máttur móðurkærleik- ans. Það er þessi sannfæring mín, sem er ástæðan fyrir því, að ég ætla að bera þetta stóra vandamál fyrir ykkur hér í kvöld, sem mæður og verðandi ömmur og tala uni það nákvæmlega eins og það er. Ver- öldin er full af vandamálum, lijá því verð- HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.