Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 30
Rúmfatnaður Rekkjuvoðir Rekkjuvoðir eða lök, eins og þær eru oft- ast nefndar nú, verða að vera liæfilega stór í livert rúm, svo að þau liggi slétt og strengd og fari vel á dýnunni í rúminu. Efnið þarf að vera sterkt og draga vel í sig raka, svo að þægilegt sé að liggja á því. Ennfremur þarf efnið að þola suðu- þvott, svo að tryggt sé, að óhreinindi gangi úr rúmfatnaðinum og sýkingarhætta stafi ekki frá honum. Efni í lök eru mjög oft með einskeftuvend, en þaö er sterkasta vefnaðargerðin (sbr. 1. tbl., bls. 28). Þar sem slitið bitnar jafnt á uppistöðu og ívafi í efnum með einskeftuvend, þá er mikil- vægt að jafnvægi sé í efninu, þ. e. a. s. að bæði uppistöðu- og ívafsþræðir séu jafn- sterkir og að álíka margir þræðir séu á hverjum sm á báða vegu í efninu (sjá 2. mynd). Margs konar efni eru framleidd, ætluð í rekkjuvoðir og mismunandi að gæðum, sum úr fínum þræði, önnur grófari. Það geta allt verið góð efni, en ganga þarf úr skugga um það, að efnið sé ofið úr jöfn- um þræði, jafnvægi sé í efninu og ekki of mikil steining. Sterkustu efnin eru kölluð „stout“ og tvistur og fást þau livoru tveggja ýmist bleikt að óbleikt. „Dowlas“ er efni, sem ekki er eins sterkt og „stout“, en það er mjög mikið pressað og sýnist því sléttara áferðar en ella á meðan það er nýtt. Efni, sem kallast „medium“ og „mada- polame“, eru þynnri efni en „dowlas“, og því ætti einungis að framleiða þau úr góðu bómullargarni. Áður voru „stout“ og „dowlas“ þau efni, sem mest voru notuð í lök, en í seinni tíð er farið að framleiða þynnri efni, sem að vísu eru lieldur dýrari, af því að í þau er notað betra liráefni. En þau era þá létt- ari í þvotti en grófari og þyngri efni, og 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.