Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 41

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 41
r~FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA SPURT OG SVARAO Spurning: Mér liefur verið sagt, a3 það sé liollt að borða góðan morgunverð. Hve niikið þarf að borða á niorgnana og hvað ætti ég helzt að bera á borð fyrir fjölskyld- una áður en lagt er af stað í vinnu? Svar: Talið er, að námsárangur barna sé mun betri, ef þau liafa neytt góðs og bolls morgtmverðar. Ennfremur benda lík- ur til þess, að slysahætta sé minni lijá fólki, sem hefur gefið sér tíma til að borða morgunverð. Úr því að við erum að breyta í bægri umferð, er ef til vill enn niikil- vægara að liafa gát á því, að enginn aki bíl á morgnana með tóman maga. En það er ekki nóg að sölra úr kaffibolla og borða eina litla brauðsneið, því talið er að full- nægja verði l/. af bitaeiningaþörfinni með morgunverðinum. Ennfremur er æskilegt, að borða eggjalivíturíkar fæðutegundir á morgnana, eins og t. d. ost, mjólk, egg, slátur, kjöt- og fiskálegg. Skólabiirn mundu sennilega minnka sælgætisát sitt, ef J)au fengju undirstöðuríkan og saðsaman morg- unverð. 1 þeim bæklingum, sem fjalla um nær- ingarefnafræði, og rannsóknarstöðvar beimilanna gefa út, er sífellt verið að minnast á það, að liúsmæður verði að sjá sóma sinn í því að bera á borð næringar- ríkan morgunverð. Fyrir einu ári kom út í Danmörku bæklingur, sem beitir Kost- Eigur-Sunlied. Má þar finna eftirfarandi dæmi um morgunverð. Ódýr morgunverSur, um 425 liitaeining- ar: Hafragrautur, ávaxtamauk húsfreyjan 2 dl undanrenna (ef til vill nýmjólk handa börnum) 1 rúgbrauðssneið, 3 g smjör eða smjörlíki 20 g magur ostur eða 15 g lifrarkæfa kaffi eða te banda fullorðnum (ef til vill meiri mjólk lianda börnum). Fljótlegur morgunverður, um 500 liita- einingar: 2,5 dl súrmjólk eða kornflögur 2 dl undanrenna (ef til vill nýmjólk lianda bömum) ávaxtamauk 1 rúgbrauðssneið, 3 g smjör eða smjörlíki 20 g magur ostur eða 15 g lifrarkæfa kaffi eða te banda fullorðnum (ef til vill meiri mjólk lianda börnum). Dýr morgunverSur, um 450 hitaeining- ar: 1 appelsína eða 1 epli eða 1 dl appelsínu- safi 1 egg 2 rúgbrauðssneiðar, 6 g smjör eða smjör- líki 20 g magur ostur 15 g lifrarkæfa kaffi eða te lianda fullorðnum mjólk handa bömum. Jafnvel Jiótt matarvenjur séu bér dá- lítið öðmvísi en hjá Dönum, má læra ýmislegt af Jjessum dænmm. Hér á landi er til afbragðs fæða svo sem slátur og síld. Það lientar mjög vel íslenzkum aðstæðum að bera fram slátur á morgnana. En salt- síld í góðum kryddlegi eða reykt síld er einnig kostafæða, sem fljótlegt er að bera á borð og þykir mörgum liún lostæti. 37

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.