Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 16
Engin sérstök breyting liefur orðið á gerð peysusvuntunnar á þessari öld, nema hvað hún er nú aldrei bundin um mittið heldur eingöngu hneppt. En heita má, að síðan silkipeysufötin kornu til sögunnar, hafi svo til eingöngu verið notuð ýmiss konar íburðarmikil silki- og gerviefni í svunturnar ekki síður en slifsin, enda er sú tíð löngu liðin, að peysuföt voru livers- dagsklæðnaður. Þá liefur einnig farið að tíðkast nú síðustu tíu til tuttugu árin að nota belti, og þá helzt stokkabelti, við peysuföt, en það var aldrei siður áður fyrr. Þess má geta, að á síðustu árum liefur, að miklu leyti fyrir tilstilli Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur, verið unnið að því að taka aftur upp prjónahúfur og peysuföt úr ullarefnum, svo sem léttu klæði eða þunnu lipru vaðmáli. Jafnframt þessu hef- ur félagið reynt að útvega svuntur í lík- ingu við dúksvunturnar gömlu. Er nú svo komið, að á vegum Heimilisiðnaðarfélags Islands er farið að vefa bekkjótt dúk- svuntuefni, og í nýútkominni árbók fé- lagsins er fyrirsögn um prjón á skottliúfu og bent á, hvar hægt sé að verða sér úti um band og prjóna. E. E. G. 7. mynd. Peysuföt frá urn 1930. UM BÆKUR Veizla undir grjófvegg EFTIR SVÖVU JAKOBSDÓTTUR Þessar smásögur Svövu Jakobsdóttur eru allrar athygli verðar. Hún beitir ýmist lýs- ingum hversdagslífs eða fjarstæðum til að drega fram rangmat á lífsverðmætum, hvemig menn villa sjálfir um fyrir sér eða láta umhverfið þrýsta sér til að gangast undir það mat, sem þeir þó vita að er rangt. Svava beinir mörgum skeytum sínum að konum, sem einangrast við liégómlega hluti og finna ekki lífi sínu aðra fyllingu en að eignast of dýr hús og baka fínar tert- ur. Vægðarlaus er saga hennar af móður- inni, sem lætur börnin fyrst firra sig lieil- anum, síðan hjartanu, sem enginn vill svo higgja- Það er jafnan ánægjuefni þegar menn sjá rithöfund þroskast, liöfund, sem greini- lega gerir þá kröfu til sjálfs sín, að gáfu hans skuli beitt til annars en veita les- endum stundargaman. Eftir léstur þessar- ar bókar vænli ég mikils af höfundinum í framtíðinni og mæli eindregiö með bók- inni til lestrar. Frh. á bls. 30 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.