Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 34

Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 34
þvotti og frágangi. Gæta ber þess, þegar saumað er í rúmfatnað, að garnið sem saumað er með sé lielzt bómullargarn en ekki úr reioni, sem ekki þolir suðuþvott. Áður fyrr var algengt að liafa ýmiss kon- ar útsaum, hekluð milliverk eða jafnvel knippluð í koddaver og sængurver, en þetta krefst nákvæmni og vandvirkni við frágang á rúmfatnaðinum, því að slíkt skraut nýtur sín illa nema það sé fallega sléttað, belzt með strokjárni. Það liefur því smám saman orðið sjaldgæfara nú á öld liraðans og annríkisins. Fáanleg eru ofin bönd með stöfum eða nöfnum, og eru notuð sem merking á rúm- fatnað, a. m. k. víða erlendis. Þá er nú mjög í tízku mislitur rúm- fatnaður. 1 verzlunum fást margs konar efni í ýmsum fölum en fallegum litum, og ýmist með satínvefnaði, damaskvefnaði og jafnvel jacquardvefnaði. Stundum er sama efnið ofið með fleiri en einni vefnaðargerð og er þá oft mjög skrautlegt í sjálfu sér og snoturt. Þessi efni þurfa ekki útsaum eða hekluð milliverk, aðeins einfalda merkingu. Þá eru einnig fáanleg lakaléreft í ýmsum föluni litum, og fer vel að bafa t. d. gulleit lök við sængurver og kodda- ver sem eru úr gulröndóttu efni. Þessi mis- litu rúmfataefni verða að sjálfsögðu að vera lituð með lit, sem þolir suðuþvott, þá eru þau þægileg í þvotti og frágangi. ílr bœklingi nr. 2 jrá Statcns Huslioldningsrád, Danmörku 1967. UM BÆKUR Frli. af bls. 12 Hugur og hönd rit Heimilisiðnaðarfélags íslands. Út er komið ársrit Heimilisiðnaðarfélags- ins fyrir árið 1967 og er það í senn smekk- legt og fróðlegt. Meðal greina er Jurtalit- un, eftir Vigdísi Kristjánsdóttur og eru þar gefnar uppskriftir af ýmsum jurtalit- um. Á öðrum stað er kennt að orkera, skattera og baldera, og uppskrift er af prjónaðri skotthúfu við peysuföt svo nokk- uð sé nefnt. 1 ritinu eru greinar um Júlí- önu Sveinsdóttur listmálara og Elínu Briem skólastjóra og siltbvað fleira er þar, sem fróðlegt er að lesa. Ritnefndina skipa þær Gerður Hjörleifsdóttir, Sólveig Biiadóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Vig- dís Pálsdóttir. S. Th. 30 HÚSFKEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.