Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 9
S. J. Ég lield að ungir eiginmenn nú á
dögum séu farnir að breytast og víst er um
það, að námsmenn, sem eru heima, fá tæki-
færi til þess að kynnast börnum, sínum ögn
meira en algengast liefur verið.
H. A. Ung bjón, sem bæði vinna úti eða
eru við nám og skipta barnauppeldinu á
milli 6Ín, eru enn injög sjaldgæf liér.
S. J. Veldur fjárhagurinn því ekki m.
a.? Námslán eru svo lítil liér, þjóðfélagið
beinlínis krefst þess af konunni að bún
afsali sér bæði námi og framtíðarstarfi.
F. N. Ætli að augu karlmanna opnist
fyrir því að breytinga sé þörf fyrr en kon-
umar liefja sjálfar áróður fyrir bættri að-
stöðu? Geta þær ekki líka bætt aðstöðu
sína með því aö skipuleggja betur heim-
ilisstörfin og hagnýta sér vélar, svo sem
uppþvottavélar, í stað þess að standa við
uppþvott klukkustundum saman?
H. A. Kvenfélögin hafa almennt beitt
sér sorglega lítið fyrir kvenfrelsi.
S. J. Ég hef verið að vona, að ungu
menntakonumar risu upp eitthvað á svip-
aðan hátt og verkalýðurinn háði sína bar-
áttu áður fyrr.
F. N. Nú, þurfa þær þá ekki kvenna-
samtök? ,
H. A. Hvernig myndu ungar mennta-
konur brinda af stað þeirri hreyfingu? Er
nokkur ólga fyrir bendi lijá þeim? Situr
ekki hver í sínu horni og nöldrar í barm
sinn? Ég bind ekki miklar vonir við að
slík hreyfing brjóti sér braut.
S. J. I Svíþjóð hófst hreyfing í þessa átt
vegna þess, að þar reis upp „spámaður“,
Eva Moberg ferðaðist um landið í tvö ár
og hélt fyrirlestra um jafnréttið. Nú þora
Svíar ekki einu sinni að semja litla aug-
lýsingu án þess að athuga gaumgæfilega
hvort nokkuð sé í benni, sem geti talizt
niðrandi fyrir konur.
S. T. Rétt er það, einstaklingur getur
vakið mikla hreyfingu, en jarðvegurinn
þarf að vera rétt undirbiiinn. Hvað þarf að
gera fyrst?
H. A. Ég held, að það sem þarf að ger-
ast fyrst sé það, að konan komist út í at-
vinnulífið, svo muni bitt koma af sjálfu
sér.
S. .1. Eins og ég nefndi í uppliafi, þá
beld ég að við þurfum að byrja strax í
barnaskólanum. Ég vil ekki láta kenna
stúlkum og drengjum sín liver fögin í
handavinnu. Stúlkur sækja í vissar at-
vinnugreinar vegna þessa sífellda þrýst-
ings, sem beitt er gegn þeirn.
H. A. Ég lield ekki að það sé svo erfitt
að breyta siðgæðisvitund manna — eru
það ekki efnahagslegu atriðin, sem verður
að leysa fyrst?
F. A. Þjóðlífið er nú orðið svo flókið bjá
okkur þessum 200 þúsund sálum, að það er
eins og liver verði að bera sig saman við
ótal sérfræðinga til þess að komast að
nokkurri niðurstöðu um sjálfsögðustu
bluti og ég beld að sé kominn tími til að
gera æðstu stjórn okkar mála miklu ein-
faldri. Þá færu menn að sjá livað em að-
alatriði og bvað aukaatriði. Mér finnst það
vera góðs viti, að konurnar í kvenfélögun-
um skuli nú vera farnar að vilja líka gera
eittbvað fyrir sig sjálfar, auk þess sem þær
starfa að sínum stefnumálum. Fræðslu-
slarf þeirra hefur löngum verið bundið
bagnýtum greinum, nú vilja þær líka læra
andlitssnyrtingu, leikfimi og föndur, sem
styrkir í senn sjálfstraust þeirra og er þeim
til skemmtunar.
S. J. Gelur það ekki líka bent til eins-
konar flótta — til dýrkunar kveneðlisins?
Mér þætti það sorgleg þróun, ef karlmenn-
irnir færu að taka að sér líknarmálin, en
konurnar ástunduðu andlitssnyrtingu í
staðinn. En mig langaði til þess að lieyra
meira um það bvað Hallveig átti við með
því, að réttindamál kvenna leystust aðeins
með því, að efnabagsmálin leystust fyrst?
H. A. Ég átti við það, að ef konurnar
yrðu raunverulega jafn réttliáar karlmann-
inum í atvinnulífinu, þá yrðu þær um leið
lausar iir þeirri sjálflieldu, sem þær nú
eru í — að þjóðfélagsaðstaða konunnar á
öðruin sviðum breytist þá fyrst þegar fjár-
hagshliðin er leyst.
S. J. Verður ekki litið á það með nokk-
urri tortryggni og lítilsvirðingu, ef konur
beina baráttu sinni eingöngu að því að
tryggja sér betri efnahagslega aðstöðu?
H. A. Ég á alls ekki við að kvenfólkið
5
HÚSFBEYJAN