Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 24
4
Árni Böðvarsson
við annan pól slíkra samstæðna, svo sem maltrinki (trinki ‘drekka’, en
pisi er einnig til um að kasta af sér vatni), malmangi (mangi ‘að snæða’;
feki er einnig til í sömu merkingu og malmangi).
Af framantöldum dæmum má ljóst vera að um margt er esperanto
svipað viðskeytamálum (aglutinaj lingvoj), þótt leidd hafi verið rök að
því að betra væri að flokka það með izolaj lingvoj — sem ef til vill
mætti nefna stakamál á íslensku —, en til þeirra teljast meðal annarra
kínverska og víetnamska, svo sem kunnugt er.
En tjáningaraðferðir annarra mála en beygingamála eru framandi
Evrópumönnum flestum. Því hefur verið nokkur tregða meðal evr-
ópskra esperantista að nota sér eiginleika málsins til fulls, þeim hefur
hætt til að meta allt á esperanto út frá venjum evrópskra tungna.
4.
Það sem hér er í samræmi við málvenju nefnt forskeyti og viðskeyti
í esperanto, eru merkingarbærar einingar, stök, af öðru tagi en aðskeyti
í indóevrópskum málum til að mynda þar sem þau gegna helst setn-
ingafræðilegu hlutverki sem þáttur í beyginga- og orðflokkunarkerfi.
En í esperanto geta öll forskeyti og viðskeyti verið sjálfstæð orð, eru
raunar sjálfstæðir stofnar og taka beygingu rétt eins og orð úr öðrum
orðflokkum, og sama er um forsetningar.
Menn hafa samt verið hikandi við að færa orðstofna þannig við-
stöðulaust milli orðflokka í esperanto fram yfir það sem hefðbundið er
í algengum Evrópumálum, og því hefur slíkt mest tíðkast milli nafn-
orða, lýsingarorða, atviksorða og sagnorða. Þó hafa menn með góðum
árangri tekið að nota sagnarstofn sem forsetningu, stofn sagnarinnar
fari (‘að gera, framkvæma’) í stað forsetningarinnar de í vissum sam-
böndum til að koma í veg fyrir misskilning: traduko de poemo far
Johano (= J. faris la tradukon), þar sem poemo de J. mundi merkja
‘ljóð eftir J.’ Þessi notkun má nú orðið kallast viðurkennd í esperanto,
en ekki hef ég orðið þess var að aðrir stofnar úr stóru orðflokkunum
hafi verið notaðir á svipaðan hátt, þótt vel mætti hugsa sér traduko de
poemo help J. (= J. helpis traduki la poemon), traduko de poemo ig
J. (= J. igis traduki/tradukigis la poemon, ‘lét þýða ljóðið, fékk það