Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 144
124 Jakob Benediktsson
Húfuiður, eitt dæmi úr A.-Skaft.; merkingin ekki alveg ljós; sjá hér
á eftir.
Enn nefnir Bandle heitin Maríuvömb og rósavömb. Hið fyrra kemur
aðeins fyrir í orðabókarhandritinu Lbs. 220, 8vo, frá því um 1830
(þýtt: „den Deel af Maven som er udmærket ved gamformige Figurer“)-
Orðið rósavömb er tilfært í sömu merkingu í orðasafni Hallgríms
Schevings og er þaðan komið í orðabók Sigfúsar Blöndals.
Auk þessara orða hefur OH fengið dæmi um orðið Maríuhetta, þ. e.
Maríuhúfa, úr Reykhólasveit, og um heitið fagrahúfa úr Dýrafirði.
Síðastnefnda orðið er merkilegt í þessu sambandi eins og nú skal greina.
Oskar Bandle sýndi fram á að algengustu heitin á keppnum í Nor-
egi eru huva og fagerhuva; í Suðvestur-Noregi norður til Sunnmæris er
huva ráðandi, en fagerhuva þar fyrir norðan (sjá nánar Bandle, bls.
138-40). Aðrar samsetningar með -huva em fátíðar. Af þessu og ís-
lensku dæmunum dró Bandle þá ályktun að ósamsetta orðið húfa væri
upphaflegasta heitið á innyflinu í vestumorrænu, enda kemur það
einnig fyrir í sænskum mállýskum, og samsvarandi orð á þýsku og
hollensku (Haube, huif) koma og fyrir í sömu merkingu. íslensku húfu-
samsetningamar taldi Bandle því vera leifar af eldra máli sem hefðu
haldist framar öllu á Vestfjörðum, en keppur og samsetningar af því
orði hefðu sigrað í öðmm landshlutum. Nú er keppur eina heitið á
innyflinu í færeysku, en með öllu óþekkt í Noregi og Svíþjóð. Af þess-
um sökum taldi Bandle að þetta heiti hefði ekki komið upp fyrr en
eftir landnám í Færeyjum og á íslandi. Hann taldi og að norska myndin
fagerhuva hlyti að eiga sér rætur aftur fyrir íslenska landnámsöld, þar
sem íslenska heitið fagrikeppur sé sennilega til orðið í líkingu við
*fagrahúfa, eftir að heitið keppur fór að vinna á. Dæmið sem OH fékk
um orðið fagrahúfa sýnir að þarflaust er að merkja þetta orð með
stjömu; það hefur sýnilega verið til í mæltu máli allt fram á síðustu ár.
Annað mál er hvemig og hvenær sú merkingarbreyting hefur gerst að
farið var að nota orðið keppur um innyflið. Orðið sjálft er gamalt í
Norðurlandamálum í merkingunni stafur eða lurkur. í íslenskum heim-
ildum kemur það ekki fram fyrr en tiltölulega seint, að því er orðabækur
herma; elstu dæmin em í Göngu-Hrólfs sögu, Grettis rímum og Skíða-
rímu. Merkingin ‘innyfli’ kemur ekki fyrir fyrr en í orðabók Guð-
mundar Andréssonar (um miðja 17. öld). Hann tilfærir tvær merkingar
í orðinu keppur, í fyrsta lagi „Fustis, mdis, clava“ (lurkur, stafur, kylfa),