Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 97
77
Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld
Grænlands, Svalbarða, íslands og Norður-Noregs. Þegar kom fram á
17. öld varð mikil samkeppni um hvalveiðar, einkum milli Englendinga,
Hollendinga, Dana, Frakka og Spánverja. Hver þjóð reyndi að tryggja
sér veiðisvæði, og það urðu víða árekstrar af þeim sökum (sbr. Ræstad
1912). Það er rétt að hafa í huga, að lengi framan af var hvalurinn
bræddur á landi, og til þess þurfti rekavið.
Þegar athugaðar eru heimildir um Baska hér við land er nokkur vandi
á höndum, m. a. vegna þess að oft er talað um Spánverja eða Frakka,
og þá verður ekki séð með vissu, hvort þar voru Baskar á ferð. Það er
einnig stundum talað um hvalveiðar, en stundum um þorskveiðar, og í
báðum tilvikum getur verið um Baska að ræða, en einnig ýmsa aðra.
Það er ekki hægt að gera þessu skil í stuttu máli, en þó skulu nokkur
atriði tínd til.
(1) Árið 1618 tók Jón Ólafsson Indíafari þátt í dönskum hvalveiði-
leiðangri til Svalbarða, og í leiðangrinum voru 44 Baskar, sem áttu að
kenna Dönum hvalaskutlan. Túlkur þeirra hét Jón, enskur að móðemi,
og þegar þeir Jónar hittust, kom í ljós, að þeir höfðu sézt áður. Það
bar þannig til, að Jón túlkur hafði „fyr meir siglt hingað þá hann var
14 ára að aldri með þeim mönnum, er komu einu ári eftir Píning á
Arnarfjörð, og vom fjórir af þeim sendir til sýslumannsins sál. Ara
Magnússonar, sem sat að Ögri við ísafjarðardjúp, og var eg þá 9 vetra
er þeir komu til Svarthamars við Álftafjörð“ (Æfisaga 1908-1909:133).
Píningsvetur var 1602-1603, og þetta hefur þá verið sumarið 1604. Jón
var fæddur í nóvember 1593, svo hann hefur verið 10 ára. Það er ekki
tekið fram, hvers lenzkur þessi leiðangur var. Jón túlkur er sagður ensk-
ur að móðerni, og var þá væntanlega að öðru leyti Baski, og reyndar
er til heimild frá 1631-1634, sem segir það tíðkanlegt, að efnaðir Bask-
ar kvænist enskum konum (Caro Baroja 1971:202). Það er varla senni-
legt, að 14 ára strákur sigli með útlendingum, og því getur meira en
verið, að þama hafi verið Baskar á ferð.
(2) Árin 1613-1616 var mikið um Baska hér við land. Það virðist
hafa atvikazt þannig, að 1613 stökktu Englendingar Böskum frá Sval-
barða, þar sem þeir vora við hvalveiðar, og þá héldu þeir til íslands.
Jónas Kristjánsson (Spánverjavígin 1615 1950:xix-xxxvi) hefur gert
grein fyrir heimildum um þetta, að frátöldum spænsku bréfimum, sjá
(e). Helztu atriðin era þessi:
(a) í Skarðsárannál segir um 1613: „Lágu spanskir hvalskutlarar