Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 159
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
I húfu guðs
Ég býst við, að flestir kannist vel við það úr frumbemsku sinni — eða
allt að því — að hafa hlustað á fullorðið fólk og þá einkum foreldra
sína ræða um löngu liðna atburði. Þá spurði smáfólkið og gerir trúlega
enn: „Hvar var ég þá?“ Og svarið var þetta: „Þú varst þá hjá guði.“
Þetta gamla og heldur óljósa svar rifjaðist upp fyrir mér fyrir fáum
árum af gefnu tilefni og varð mér að umræðuefni í nokkrum þáttum
mínum um íslenzkt mál í Ríkisútvarpinu. Vil ég hér á eftir greina frá
því, sem fram kom um þetta efni af margvíslegum svömm hlustenda
þáttarins.
Þannig var, að hringt var til Orðabókar Háskólans, þegar ég var að
undirbúa útvarpsþátt minn í nóvember 1976, og varð ég fyrir svöram.
Var þá ung stúlka í símanum, og sagðist hún heita Guðbjörg Vilhjálms-
dóttir. Spurði hún, hvort við gætum skýrt út fyrir sér orðasamband, sem
hún hefði heyrt af vörum afa síns. Ég lofaði auðvitað engu, en bað hana
láta mig heyra orðasambandið. Hún sagði, að það væri sambandið að
vera í húfu guðs. Hér átti vel við mig orðtak, sem ég hafði áður rætt um
í þáttum mínum: Nú getur Snorri ekki lesið —, því að þetta orðasam-
band hafði ég aldrei áður heyrt og gat því enga skýringu gefið stúlk-
unni. Og svo fór einnig um samstarfsmenn mína. Við könnuðumst ekki
við það og vorum þó hver af sínu landshomi, en þó ekki af norðaustur-
horninu. Kom brátt í ljós, að það skipti einmitt máli.
Ekkert dæmi varð fundið um orðasambandið að vera í húfu guðs í
safni Orðabókar Háskólans (O. H.) og ekki heldur í prentuðum orða-
bókum. Unga stúlkan varð eðlilega hálfundrandi yfir þessum úrslitum,
enda varð ég nú að snúa blaðinu við og spyrja hana, við hvað væri átt
uteð þessum orðum. Sagði hún þá, að afi sinn, sem er Vestfirðingur að
uppruna og kennari, hefði lært þetta af þingeyskum kennara, sem væri
löngu látinn, og notaði sjálfur á stundum. Hafði hann sagt þetta við
dótturdóttur sína, þegar hann ræddi um eitthvað, sem gerzt hafði löngu
úður en hún fæddist: „Þú varst þá í húfu guðs, bamið mitt.“