Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 177
Jólasveinar komnir í leikinn
157
Gunnar og Garður,16 og er viðbúið að enn önnur bættust í hópinn, ef
að væri gáð í fleiri gerðum norsku þulunnar. Nafnaröðin í þulunni er
stuðluð, þannig að skímarnöfn og föðumöfn hefjast á sömu stöfum í
annarri hverri þululínu. Þó bregður út af í íslensku þulunni, þar sem
stendur „Kambur Skæringsson“; þar hefði mátt vænta þess að bæði
nöfnin byrjuðu á sama staf. í norsku þulunni svarar „Skam Skyrisson“
til þessarar línu. í því sambandi má nefna að í uppskrift íslensku þul-
unnar í AM 969 4to bl. 47v frá Guðmundi Sigurðssyni á Loftsstöðum
er nafnið Skambur, en það nafn mun vera fátítt í þulunni, ef ekki eins-
dæmi. Einnig kemur fyrir Brynjólfur í íslensku þulunni (t. d. Lbs. 587
4to III 42v og 57r, Lbs. 418 8vo B 6v, JS 398 4to, ÍB 777 8vo) í stað
Björgólfur, sem er algengara. Refur Ráfinnsson svarar til „Rane Rope-
son“ í Þelamerkurgerðinni; í öðmm gerðum norskum verður fyrir
nafnið „Ranni Roffisdote“ (NFL 14, bls. 60), „Rannei Raffesdotte“
(NFL 6, bls. 257).
Fyrri hluti þulunnar Heyrða eg í hamarinn minnir á norska gælu,
þótt ekki séu líkingar í orðalagi, sem skeri úr um sameiginlegan upp-
runa, eins og í ættartölunni til Óðins. Þessi norska gæla er skrifuð upp
eftir fólki og er í mismunandi myndum, eins og íslenska þulan. Hér er
valin af handahófi gerð úr Guðbrandsdal: „Huldre sat pá Nakkaberg-
om, | sulla, rulla bomom sine, | han Eina’, han Steina’, | ho Ragnhild,
ho Magnhild, | Sigeti, Ulveri, Sige-Mager-Randi.“17
Kúaþulan er algeng í uppskriftum og hefur verið þekkt um allt
land.18 Upphafið er iðulega í bamgælustíl, t. d. „Þegiðu, þegiðu, son-
urinn sæli, þangað til kýr okkar koma af fjalli“, „Ég skal dilla syni
mínum sælum og góðum, þangað til að kýr mínar koma ofan af fjall-
inu“, „Sittu niður, sonur minn, og súp'tu úr ausu, nú em kýr karls
komnar af fjalli“. Síðan em kýrnar nefndar hver um sig, en skotið inn
orðum og setningum á milli. Stundum er þulan látin byrja á kúanafna-
talinu. Hliðstæða við þessa þulu er í Færeyjum. Hún var fyrst prentuð
1852 í útgáfu V. U. Hammershaimbs. Þar er hún sett í söguumgerð.
16 Til dæmis: NFL (= Norsk folkeminnelag) 6, bls. 257 (Gunnaar); NFL 7,
bls. 81 (Gunnar); NFL 14, bls. 60 (Gunnaa Garson); NFL 35, bls. 116-17 (Gard,
Gunnar); NFL 68, bls. 82 (Gunner). St0ylen, tilv. rit, bls. 43, nr. 281 (Gunnar
Tingsson). Norsk folkekultur 1918, bls. 184 (Valdrisvisa. Optegnet af Ola K. Alf-
stad. Gunnar Gardson; hér er einnig Skann Gœrning og.Raff Finnson).
17 NFL 62, bls. 106.
18 ÍGSVÞ IV, bls. 234-8.