Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 101
81
Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöjn jrá 17. öld
um sumarið (Jón Jónsson 1902:56-57). Efni bréfsins er m. a. á þessa
leið: Þetta ár hafa kaupskip frá Kaupmannahöfn ekki komið til lands-
ins. Aftur á móti hafa á þessu sumri komið útlend skip, hollenzkir,
franskir og spænskir hvalveiðimenn og fiskimenn, og trúlega þar á
meðal einhverjir, sem stunda ólöglega verzlun (Lurendrejere). Mest
hefur borið á Spánverjum, sem eru við landið á nær 30 skipum. Þeir
hafa legið í höfnum, margsinnis farið í land og verzlað með brauð,
vín, brennivín, tóbak, línklæði, föt og ýmislegt annað. Einkum varð
hann var við tvö spænsk skip, sem lögðust við akkeri á Grundarfirði
22. maí. Öðru þeirra hafði verið rennt á land, þannig að á fjöru mátti
ganga út í það þurrum fótum, og Spánverjar gengu á land og íslend-
ingar út í skipið. Þegar Oddur átti leið þarna um 24. maí, höfðu Spán-
verjar flutt á land 49 tunnur (Packfade) og ætluðu að fara að verzla.
A skipunum heldur hann að hafi verið um 160 manns. Þetta leizt
Oddi ekki á, safnaði saman 26 íslendingum, fór að spænska skipinu
og ræddi við skipstjórann, að nafni Joseph Segure, en þá voru um 30
Spánverjar komnir á land. Hann bannaði þeim verzlun og að liggja
svo nálægt landi og skipaði þeim með góss sitt út í skip. Þá voru
meir en 30 Spánverjar komnir á land og tóku að hrópa og kalla. Þá
flúðu íslendingamir og skildu Odd einan eftir í höndum Spánverja,
sem þá voru orðnir um 40. Hann gerði það sem hann gat til að komast
frá þeim og tókst það þá um kvöldið. Daginn eftir, 25. maí, voru
Spánverjamir komnir langt út á fjörð, höfðu tekið tunnurnar með sér
og fóm úr Grundarfirði 28. maí. 20. júlí vom enn 5 spænsk skip kom-
in á Gmndarfjörð, vom þar til 29. júlí, og Spánverjar vom hvern dag
á landi. Auk þess segist Oddur hafa heyrt, að á fjarlægari höfnum á
Vestfjörðum og á Norðurlandi hafi verið mörg hollenzk og spænsk
skip. (Bréf Odds Sigurðssonar til stiftamtmanns 1711-1712, fol. 143v—
I46r, í Þjóðskjalasafni).
Af þessu og af nafni skipstjórans verður ekki séð, hvort þetta voru
Baskar, þótt það geti vel verið. En af þessum atburði ortu Páll Vídalín
°g Jón Magnússon, bróðir Áma, kersknivísur um Odd, og ein vísa
Páls er þannig: „Hann hefir vaðið upp í ár, og sig þankað herra; Bask-
ar gerðu í fyrra fár, fá mun hann síðar verra“ (Vísnakver 1897:89,
sbr. einnig 90, þar sem talað er um Bischavier, og Jón Ólafsson, Orða-
bók, AM 433 fol., undir vert, þar sem er talað um Vascones, hér tekið
eftir JS 401 4to, Jón Magnússon).
tslenskt mál 7