Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 187
Jólasveinar komnir í leikinn
167
er tilfærður málsháttur: „tær eru mangar sum Tívilsd0tur.“41 Þess má
geta að færeyska þulan er hliðstæða við þuluna íslensku: „Táta, Táta,
teldu dætur þínar.“42 Þessi þula er einnig til í Noregi, t. d. hjá St0ylen:
„Tora talde d0ttenne sine“ — í annarri gerð: „Taate, Taate, kan du
telja systenne dine?“.43 Og á sænsku t. d. með upphafinu: „Till tall gick
i vall med sina döttrar alla.“44
í orðabók Björns Halldórssonar (1724-94), Lexicon Islandico-
Latino-Danicum II, Kh. 1814, bls. 399, er „Tútr, m. crassum corpus,
et stort, tykt Legeme“. Orðið er einnig í skýringum sem Björn hefur
skrifað við einstök orð úr orðabókinni og skýrir hann það þar sem
„hádzyrdi um digurt og þickvaxid vesælmenni“. Dæmi sem Bjöm til-
færir um orðið er úr Örvar-Odds sögu, í vísu tröllskessunnar við Örvar-
Odd, sem hann hefur haft fyrir sér eða hann hefur kunnað á þessa leið:
„Tuturinn litli og toppur fyrir nefi. Stærri var hann Godm. igiær fædd-
ur“.45 Þá má geta þess að í Ormsbók Snorra-Eddu eru talin lastheiti,
og er byrjað með orðinu kauði, en á eftir fara orð eins og fóli, sláni,
slappi o. fl. í þeim hópi er einnig orðið „tutr“, og er raunar með fyrir-
vara útgefanda, að þannig megi lesa fremur en „totr“.46 Enn kemur
nafnið „Tútur“ fram sem lesbrigði í útgáfu Ólafs Davíðssonar á Grýlu-
bamaþulu.47
Fyrri hluti leikþulunnar í gömlu uppskriftinni sænsku er byggður
upp á sérstakan hátt, ekki ólíkt því sem t. d. er í ættartölu tröllanna:
í hverri þululínu em tvö nöfn og síðara nafnið er endurtekið Iítið eitt
breytt eða óbreytt í upphafi næstu línu. Þetta kemur fram í fleiri gerð-
um leikþulunnar, en er misjafnlega greinilegt. í íslensku þulunni verður
þessa lítið vart. Þar er í annarri línu ný nafnasamstæða óstuðluð, en
hefur endarím. Fyrra nafnið er Baggi. Það hefur í íslensku merkinguna
byrði eða klyf. Orðið var algengt viðurnefni á Norðmönnum og þekkt-
41 Antiquarisk Tidsskrift 1849-51, Kh. 1852, bls. 314. (Endurprentað í V. U.
Hammershaimb, Savn, Tórshavn 1969, bls. 196.)
« ÍGSVÞ IV, bls. 217-18.
43 St0ylen, tilv. rit, bls. 15-16.
44 Finlands svenska folkdiktning VIII, bls. 13.
45 Jón Helgason, Björn Halldórssons supplerende oplysninger til Lexicon Is-
landico-Latinum, Bibl. Arnam. XXIX, Opuscula III, bls. 157. í útg. sögunnar
1888, bls. 121, stendur „Tuttr litle“.
46 Edda Snorra Sturlusonar, Codex Wormianus, AM 242, fol., 1924, bls. 104.
47 ÍGSVÞ IV, bls. 145.