Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 146
126
Jakob Benediktsson
orðið keppur um innyflið í orðabók sinni, en getur þess einnig að það
geti merkt þykkildi í holdi eða æxli; augljóst er að líkingin er þar dregin
af einhverju kúlulöguSu, ekki af staf. Um samsettu keppsheitin höfum
viS annars ekki dæmi fyrr en á 19. öld, og þá koma aSeins fyrir heitin
fagrikeppur og vélindiskeppur (og vœlindis-).
Af þessu virðist mér sennilegast að orðið keppur hafi í fyrstu verið
notaS um innyfliS vegna líkingar þess viS hnúS eSa haus á barefli, en
merkingin sláturkeppur sé síðan af innyflinu dregin, og þá vegna þess
aS þaS var notaS í heilu lagi í þessu skyni. í sömu átt bendir orSiS iður
í merkingunni sláturkeppur. Allar líkur eru til aS þaS sé eldra en keppur
í þessari merkingu. Til marks um það er bæði útbreiðsla orðsins nú á
dögum, svo og samsetningin mörsiður, sem er kunn a. m. k. síðan á
16. öld (DI XI 628 og 854, frá 1548 og 1550). Enn má benda á að í
sama kvæði eftir Stefán Ólafsson sem áður var vitnað í (Kvæði II 58)
kemur orðið iður fyrir í merkingunni einhvers konar sláturkeppur: „Át
hún ofan úr róti/iður og skurðinn kviðar“, þar sem kvenmaður villt-
ist á blekpjaka og iSrinu.
Hvenær keppsYiátiS á innyflinu kom upp verður ekki vitað, nema
að það er eldra en frá 17. öld. Hvemig á því stendur að það er líka
ráðandi í Færeyjum verður ekki heldur sagt með neinni vissu, hvort
þessi merking hefur veriS til í báSum málum frá landnámsöld eSa þró-
ast hliðstætt án beins sambands. Gegn því að þessi merking sé frá land-
námsöld mælir annarsvegar að engin merki eru um hana í Noregi, hins-
vegar að allar líkur em til þess að elstu íslensku heitin hafi verið húfa
og fagrahúfa, eins og drepið var á hér á undan.
Eins og Bandle tók fram (bls. 141) er líklegast að orðin húfa og
fagrahúfa hafi borist hingað með landnámsmönnum úr mismunandi
hémðum í Noregi. En þegar farið er að nota orðið keppur í sömu
merkingu koma upp ýmsar blandaðar samsetningar: fagrahúfa og
og fagrikeppur, Maríuhúfa og Maríukeppur (Maríuvömb), rósahúfa
og rósakeppur (rósavömb), kepp(s)húfa og húfukeppur. Samsetningam-
ar með -húfa em vafalaust eldri, en forliðimar hafa verið fluttir á kepps-
heitin. Útbreiðsla sumra þessara orða (einkum orðsins fagrikeppur)
bendir til þess að þessi blöndun í samsetningum sé nokkuð gömul. Þess
má enn geta að margir hlustendur víðs vegar um land könnuðust við þá
hjátrú að ekki mætti líkja eftir munstrinu á keppnum í útsaumi. Það
fylgdi sögunni að konur sem þetta hefðu reynt hefðu misst vitið. Þetta