Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 191
Jólasveinar komnir í leikinn
171
annarri norskri smáþulu er: „Her dansa Bakar o Bakar’ns Dreng“.61
í færeysku þulunni verður þessa ekki vart. Bjálfi var mannsnafn að
fomu,62 en hefur einnig verið gjaldgengt jarðvættanafn. í Þorsteins
þætti bæjarmagns er Bjálfi kallaður sonur hólbyggja,63 Bjálfi er trölla-
nafn í sumum handritum Allra flagða þulu,64 og Bjálfi er persóna í
Grýlukvæði.65 Nafnið er einnig í bamagælu eftir Jón Thoroddsen og er
þannig skýrt í útgáfu á kvæðum hans: „Bjálfi, grýla nokkur, er á að
eiga heima í Oddanum hjá Haga á Barðaströnd.“66 í handriti frá 18.
öld af Nomenclator Hadriani Junii er latneska orðið manducus þýtt
þannig á íslensku: „Manducus Biálbe, Bamafæla11.67 Bjálbi er önnur
framburðarmynd af orðinu bjálfi. Einnig hefur verið til myndin bjálmi.
Hún kemur fram í orðasafni Jóns Ámasonar biskups, Lbs. 224 4to bls.
915: „Skinnbiælme. Scortea, Scorteum, penula coriacea.“68 Á sömu
blaðsíðu í handritinu stendur: „Skinnstackur Vide Skinnbiælme“. í Gl.
kgl. sml. 2394 4to bl. 465r stendur eins. Myndin bjálmi er einnig kunn
úr yngri ritum, og er orðið haft um sjóklæði.69 Fom merking í orðinu
bjálfi var sem kunnugt er skinn eða skinnfeldur. Á síðari tímum hefur
bjálfi verið algengt orð um vesælan mann andlega eða líkamlega, aula-
bárð eða heilsuleysingja, en einnig var það haft um (skinn)flíkur, lík-
lega ekki alltaf ásjálegar. Tröllskessur klæðast stundum skinnbjálfum,
og í upphafi Grýlukvæðis, sem er í safni Jóns Ámasonar, fer Grýla með
skinnbjálfa: „Grflan í Görðum gæist hún inn, skíst hún frammúr skörð-
um með skinnbjálfann sinn.“70 Dæmi um orðið í nafngiftum á síðari
61 0. Gaukstad, Toner fra Valdres, Melodier, nr. 562.
62 E. H. Lind, Norsk-islandska dopnamn, Uppsala 1905-15, d. 134; Norsk-
islandska personbinamn, d. 21-2.
63 Fornaldar sögur NorÖurlanda, útg. Guðni Jónsson, IV, Rvk. 1950, bls.
322-4.
64 Late Medieval Icelandic Romances IV, Edit. Arnam. B 23, útg. Agnete
Loth, Kh. 1964, bls. 67 nm.
65 ÍGSVÞ IV, bls. 142 og 143.
66 Jón Thóroddsen, Kvœði, Kh. 1871, bls. 194. (Fundið e. tilv. í OH.)
67 Lbs. 1968 8vo, bls. 239. (Fundið e. tilv. í OH.)
68 Fundið e. tilv. í OH.
69 Einar Guðmundsson, íslenzkar þjóösögur III, bls. 30. Þórður Tómasson frá
Vallnatúni, Eyfellskar sagnir I, Rvk. 1948, bls. 30; II, Rvk. 1949, bls. 85. (Dæmi
fundin e. tilv. í OH.)
70 Lbs. 418 8vo B 20r. Frá séra Þorsteini Þórarinssyni á Hofi í Álftafirði.