Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 263
243
íslensku staða-nöfnin
a Hialla vii kyr. at Æystæins a Ramstoðum ii kyr at Bergs a Huale ku.
at Ama fiuks ii kyr.“ (DN 111,140). Leigustaðir merkja hér ekki „staði“
í venjulegum skilningi, heldur „leigugripi".
Dæmi um leigustaði eru aðeins tvö í fomritum. Annað er í Sturl-
ungu: „Hann var avd-maðr mikil; hann atti C kvgilda a leigv-stavdvm
oc X lendur.“ (Kbh. (1906-11), 1,107). Hitt er í Njálu: „Haf þú fé svá
mikit sem þú þarft, er ek á á leigustgðum.“ (ísl. fomrit XII,58). Ýmis
dæmi em síðan í fombréfum, m. a. þessi:
1) „So mikil kuikfie a leigustodum.“ (DI 111,597) (1395).
2) „Þetta j friðum penningum. cc kugillda a leigustgðum." (DI
IV,700) (1446).
3) „þrir tiger kuijillda med jordum áá leigustaudvm.“ (DI VII,
184) (1493).
Ennfremur ber að nefna orðið skuldarstaðir, sem er hliðstætt við
leigustaði, eins og eftirfarandi dæmi sýna:
1) „Þott maðr gefe manne fe eða heimile asculdar stöðom þa
kemscat hann til heimtingar vm þat fe.“ (Grágás II (Kmh. 1852),
180).
2) „lönd stóðu eptir, ok of kvikfjár á skuldastöðum.“ (Ljósv. saga
(Kmh. 1880), 169).
3) „tok herra stephan abote vndir þui sama handlagi alla greinda
skulldar stade.“ (IODipl, 22) (1345).
Sérstaklega ber að undirstrika, að fleirtölumyndin er einhöfð í
þessum samsetningum, -staðir, sem gæti bent sterklega til sambands
milli þessara orða og staða í bæjanöfnunum.
Spuming er hvort þessi upprunalega merking í staðir leynist í svo-
kölluðu Frostastaðabréfi frá 1332-40, þar sem stendur: „amorr [frosti]
selr alla frostastade .. . medr . .. ollum þæim hlunnendum sem hann
erfde epter fodur sinn.“ (IODipl, 10). Annars er oft í fombréfum kom-
ist að orði á þessa leið, þegar rætt er um kaup og sölu á jörðum: „Jord
alla a suærtingstodum" (IODipl, 99) og „jord halfa a torfu stodum“
(IODipl, 156).
Þegar Hans Kuhn skrifaði um upphaf íslenskra ömefna og bæja-
nafna taldi hann að það hefði ekki verið siður landnámsmanna að
gefa bæjum nöfn, sem dregin vora af nöfnum þeirra sjálfra, það hafi
aðrir gert. Erfitt er að segja um þetta atriði að því er tekur til staða-
bæjanna, en aðalatriðið er þó, að nöfnin urðu ekki til sem föst bæja-