Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 260
240 Svavar Sigmundsson
minna en 125 (eða 75%) samsetningar með -staðir, og jafnframt
nefnir hann, að Landnáma telji aðeins rúm 9% af öllum síada-nöfn-
um á landinu. Hann hefur einnig bent á, að mannanöfn séu í fyrri lið
í a. m. k. 4/5 hlutum nafnanna.11
í grein sem ég skrifaði um mannanöfn í ömefnum 197212 taldi
ég að allur þorri þeirra ömefna, sem fyrir kæmu í elstu heimildum og
gætu haft mannsnafn að forlið, hefði það í raun og vem, þar sem
mikill hluti nafnanna kæmi fyrir í íslenskum heimildum og annars-
staðar á norrænu málsvæði. Ég lét þess líka getið, að þó að enn vant-
aði rannsókn á þróun síada-nafnanna á íslandi, mætti búast við að
of mikið hefði verið gert úr mannanöfnum í forliðum þeirra. Ég er
enn þeirrar skoðunar, að mannanöfn séu forliðir í verulegum hluta
þessara nafna og að þau sverji sig þannig í ætt við norsku staða-
nöfnin frá víkingaöld. Ég tel mig hafa fundið frekari rök fyrir þessari
skoðun, sem ég vil reyna að telja fram hér.
Að því er talið er, skiptust landnámsjarðir tiltölulega fljótt í smærri
jarðir, þannig að ættarhöfðingjamir veittu liðsmönnum sínum og
leiguliðum land til afnota, en engar beinar reglur em þó til um þessa
skiptingu landsins. Skv. Landnámu gerðist þetta með gjöf, sölu, með
nýju landnámi eða með heimanmundi, einnig með dómi. Síðar meir
koma til arfaskipti. Allar jarðeignir vora upphaflega í einkaeign eða
ættareign, einnig landsnytjar og búpeningur. Kristinréttur hinn eldri
frá 1122 gerir ráð fyrir, að fleiri en einn bóndi geti búið á hverjum
kirkjustað, annaðhvort sem eigendur eða leigjendur, og sama hefur
líklega gilt um aðrar jarðir.
Þessi jarðaskipti þýða ekki, að nýjar, sjálfstæðar jarðir verði til,
heldur er um að ræða skiptingu landsnytja fyrir fleiri bú á sama bæ,
sem þó hefur einatt leitt til þess síðar meir, að nýjar jarðir mynduðust,
þar sem hver jörð hafði sér tún, en í flestum tilvikum óskipt engi og
haga.13
11 Die Ortsnamen der Landnámabók. Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Bene-
diktssyni I. (Rvk. 1977), 47-68. Sjá einnig Islands aldsta ortnamnsskick. Saga och
sed. (1977), 48 og 53-54.
12 Saga 10 (1972), 58-91.
13 Sjá Magnús Már Lárusson: Jordejendom. Island. Skifteformer. KLNM VII,
sp. 675. Jakob Benediktsson: Saga íslands I. (Rvk. 1974), 164. Einar Olgeirsson:
Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga. (Rvk. 1954), 137-38. Björn Þor-
steinsson: Islensk miðaldasaga. (Rvk. 1978), 41.