Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 36
BJARNI EINARSSON
Látalæti
Meðal fágætra orða sem Ámi Magnússon hefur skrifað hjá sér eru
látavinur og látaglaumur: lata vinur, simulatus amicus. Islendska i bok-
um. legi. Lata glaumur. simulata lætitia. (Árni Magnússons levned og
skrifter, K0benhavn MCMXXX, II, bls. 253, úr AM 481 12mo). Alls
verða fundin 17 orð með forskeytinu láta- í seðlasafni Orðabókar Há-
skólans (OH), en ekki er að sjá að neitt þeirra sé mjög gamalt. Ekki
er neitt slíkt orð í orðabók Fritzners eða þeirra Konráðs Gíslasonar og
Guðbrands Vigfússonar (Cleasby) og enginn seðill með þess konar
orði í safni orðabókar Ámanefndar í Kaupmannahöfn.
Orðin 17 eru þessi í stafrófsröð: látabrellur, látadýrð, látafagur, láta-
fullur, látaglaumur og látaglaumsfullur, látahœgur, látalaust, látaleikur,
látalungu, látalœti, látamikill, látaprúður, látaprýði, látasemi, látasnilld,
látavinur.
Sum þessara orða koma sjaldan fyrir í heimildum, mörg aðeins einu
sinni, enda auðvelt að mynda slíkar samsetningar eftir þörfum, og lík-
legt að nokkur þeirra hafi aldrei verið mælt mál.
Elsta dæmi í seðlasafni OH er orðið látaglaumur í postilluþýðingu
Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1597. Og samkvæmt OH kemur
þetta orð síðast fyrir í Almennri landaskipunarfræði eftir Gunnlaug
Oddsson (1821-7). Þetta er tíðasta orð í OH af þessu tagi, alls tólf
dæmi; þrettánda dæmið er í orðabók Bjöms Halldórssonar (lokið
1786), hið fjórtánda í óprentaðri ritgerð Jóns Ólafssonar úr Grannavík
(frá 1759, sjá rit Jóns Helgasonar um hann, 1926, bls. 306-308), og
hið fimmtánda í ísl.-latn. orðabók Hannesar biskups Finnssonar.
Ámi Magnússon hefur sem áður er getið þýtt orðið látaglaum á
latínu: simulata lætitia. í óprentaðri ísl.-latn. orðabók Jóns biskups
Árnasonar (1665-1743) em orðin látaglaumur og látalœti höfð saman
og þýdd: Simulatio, Species prætertextus. (Lbs. 224 4to). Svo vill til að
nær samskonar þýðing er í orðabók Hannesar biskups (1739-1796).
Þar em orðin látaglaumur og látalœti einnig lögð að jöfnu og þýdd:
Simulatio, Species prætextus. (Lbs. 223 4to, skrifað upp úr 1790 með