Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 265
245
íslensku staða-nöfnin
höfuðbólið, en Geirmundarstaðir hjáleigan. (Jarðabók VI, 137). Hér
gæti verið á ferðinni samskonar skýringartilraun. Geirmundur hefur
búið á Skarði alla tíð, en haft bú á Geirmundarstöðum.
Um Rauða-Bjöm er sagt, að „hann bjó at Rauða-Bjamarstq>ðum
upp frá Eskiholti.“ (Ldn, 88-91). Hann keypti Íand að Skalla-Grími,
sem hefur verið Eskiholt, en Rauða-Bjamarstaðir vom síðar hjáleiga
frá þeirri jörð (Jarðabók IV, 360).
Kuhn segir ennfremur í grein sinni, að mönnum hafi þótt það kyn-
legt, að margir bæir séu ekki kenndir við þá menn, sem bjuggu þar
fyrstir, heldur aðra, sem bjuggu þar síðar, syni eða sonarsyni þeirra,
eða enn aðra. Þetta gildi um 35 bæi, ef treysta megi heimildum. Meðal
þeirra staða-bæ]a, sem kenndir séu við menn seinni kynslóða, séu bæir
sumra merkra landnámsmanna. Verða nú nefnd dæmi þessa:
1. liður: „Hof-Kolli Hróaldsson nam Kollafjq>rð ok Kvígandisfjprð
ok seldi ýmsum mpnnum landnám sitt, en hann fór í Laxárdal á
Hpskuldsstaði; hann var kallaðr Dala-Kollr. Hans son var Hpskuldr
...“ (Ldn, 169).
2. liður: „Ketill [hprzki] ... bjó á Einarsstpðum; hans son var
Konáll, er átti Oddnýju Einarsdóttur .. . þeira son Einarr.“ (Ldn,
277 og 279).
3. liður: „Þenna kost þekkisk [Kráku] Hreiðarr ok bjó á Steins-
stQðum; hann kaus at deyja í Mælifell. Son hans var Ófeigr þunn-
skeggr, faðir Bjamar, fpður Tungu-Steins.“ (Ldn, 233).
4. liður: Finngeirr Þorsteinsson „bjó þar, er nú heitir á KársstQðum.
Finngeirr var faðir Þorfinns, fQður Þorbrands í Álptafirði, er átti Þor-
bjQrgu, dóttur Þorfinns Sel-Þórissonar.“ Melabók bætir hér við: „þeira
bQm vám Snorri ok Kárr .. .“ (Ldn, 127).
Skýringin á því að landnámsmenn era taldir búa á bæjum, sem
kenndir era við afkomendur þeirra, er sú að jarðimar hafa skipt um
„nafn“ við hverja kynslóð, þar sem þær hafa gengið að erfðum. Þann-
ig má ætla, að Dala-Kollur hafi búið á „Kollsstöðum“, Ketill á „Ketils-
stöðum“ o. s. frv., þó að það verði ekki sannað. Tilviljun hefur svo
ráðið því, hvaða nafn festist við jörðina.
Það verður því að teljast í sjálfu sér rétt sem Kuhn segir í grein
sinni, að sennilega hafi enginn bær heitið ííaða-nafni á landnámsöld,
og hann nefnir 3 atriði sem styðja það:
1) í heimildum 12. og 13. aldar era aðeins örfá ömefni dregin af