Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 160
140
Jón Aðalsteinn Jónsson
Þetta skemmtilega atvik er eitt af fjölmörgum þess konar, sem komið
hafa fyrir í starfi okkar orðabókarmanna. Þeir, sem hlustað hafa á þætti
okkar á liðnum árum, hafa ekki komizt hjá að heyra okkur segja frá
svipuðum dæmum. Er í rauninni með ólíkindum á þessari öld fjölmiðla
og mikilla samgangna, hversu margt leynist enn á vörum almennings í
landinu, sem sloppið hefur fram hjá orðabókarmönnum. Er alveg ör-
uggt, að seint koma þar öll kurl til grafar.
Þegar hér var komið sögu, var einsætt að spyrjast fyrir um orða-
sambandið að vera í húfu guðs. Gerði ég það í næsta þætti mínum og
beindi spumingunni aðallega til Þingeyinga, þar sem þetta var upphaf-
lega haft eftir þingeyskum manni.
Ekki leið á löngu, þar til margvísleg vitneskja tók að berast til okkar
og þá um leið viðbætur við þetta orðafar allt.
Afi heimildarmanns míns er Ingimar Jóhannesson kennari og síðast
fulltrúi í skrifstofu fræðslumálastjóra. Hann kom að máli við mig og
sagðist hafa lært þetta orðasamband af nánum vini sínum og samstarfs-
manni, Aðalsteini Sigmundssyni kennara (1897-1943), en hann var frá
Árbót í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þótti Ingimari orðasambandið
svo smellið, eins og hann orðaði það við mig, að hann hefur síðan
bragðið því fyrir sig og þá m. a. í samtali við dótturdóttur sína. Og
henni er það sem sagt að þakka, að við fengum um það vitneskju. En
eins og svo oft áður, dró fyrirspum mín um það alllangan slóða á eftir
sér, um það er lauk.
Svo vill til, að góður vinur okkar orðabókarmanna og ágætur heim-
ildarmaður, Arnór Sigmundsson, er einmitt bróðir Aðalsteins heitins
kennara. Bjó hann um langt árabil í Árbót, en er nú búsettur á Akur-
eyri. Hann ritaði útvarpsþættinum um þetta orðasamband og sagði svo
orðrétt: „Ég kannast mjög vel við að hafa heyrt svona tekið til orða, og
sumir Aðaldælingar, sem hér eiga heima (þ. e. á Akureyri) og ég hef
átt tal við, minnast þess að hafa heyrt það, aðrir ekki.“ Síðan bætir
Amór eftirfarandi við: „Ekki er alltaf tekið eins til orða, sumir segja:
'Þú varst þá (eða ég var þá) í húfuskotti guðs’, og veit ég ekki, hvort
upprunalegra er, en vafalaust sama hugsun á bak við, sennilega sú, að
ekkert barn fæðist án þess, að það sé fyrirfram ákvarðað af guði.“
Tveir Aðaldælingar tóku svo í sama streng og Amór. Valtýr Guð-
mundsson, bóndi á Sandi, segir, að þar sé vel þekkt orðasamband að
vera í húfu guðs um ófædd börn og þó öllu fremur ótilkomin böm.