Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 253
STEFÁN KARLSSON
Sögnin ‘gelta’ í gömlu máli
Nafnháttarmynd þeirrar sagnar sem í nútímamáli er ‘gelta’ er tilgreind
meS ýmsu móti í fornmálsorðabókum, gelta,1 gjölta2 (gjpltcP) og gjalta,4
og uppruni sagnarinnar hefur verið skýrður á fleiri en einn veg.5
Fommálsorðabækur vísa aðeins til sagnarinnar í tveimur miðalda-
textum, og í seðlasafni orðabókar Árnanefndar í Kaupmannahöfn
(AMKO) er aðeins dæmi úr einum texta til viðbótar. AS þessum textum
skal nú hugað.
1. í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar er sögnin í vísu sem á að
vera ort árið 1212. Auk þess að vera varðveitt í Sturlunguhandritum er
þessi vísa í Guðmundar sögu A (‘elstu sögu’), en aðalhandrit hennar (og
eina handrit sem hefur textagildi hér) er AM 399 4to, sem að öllum
líkindum er skrifaS 1330-50 og er elsta handrit sem sögnin er varSveitt
í. Þar eru vísuorðin (GA, c. 149.31-32):
méllt vara gott þa er gi/þlltu
Grundar menn sem hundar6
(það var ófagurt tal þegar Grundarmenn geltu eins og hundar).
í KróksfjarSarbók Sturlungu (AM 122 a fol.) frá h. u. b. 1350-60
stendur gyllttv, en enda þótt sögnin ‘gylta’ sé til í nýnorsku um búk-
hljóS og sjálfshól,7 þá er varla um þá sögn aS ræSa í KróksfjarSarbók,
1 R. Cleasby og Guðbrandur Vigfússon, An Icelandic-English Dictionary (Ox-
ford 1874), 196. — Finnur Jónsson, Lexicon Poeticum (Kh. 1931), 179. — Jan
de Vries, Altnordisches etymologisches wörterbuch (Leiden 1962), 163.
2 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog (Kria 1883-96) I, 606.
3 Jan de Vries, op. cit., 171.
4 Finnur Jónsson, op. cit., 185.
5 Ásgeir Bl. Magnússon, ‘Endurtekningarsagnir með t-viðskeyti í íslenzku’,
Afmteliskveðja til próf. dr. phil. Alexanders Jóhannessonar (Rv. 1953), 31-32 með
tilvísunum. — Jan de Vries, loc. cit., sbr. 1. og 3. nmgr.
6 Guðmundar sögur biskups I, útg. Stefán Karlsson (Editiones Arnamagnæanæ
B 6 (í prentun), 172. — Sbr. Biskupa sögur I (Kh. 1858), 504.
7 Ivar Aasen, Norsk Ordbog (4. útg., Kria 19J8), 253. — Alf Torp, Nynorsk
etymologisk ordbok (Kria 1919), 192.