Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 234
214 Magnús Pétursson
stendur hátt alveg að lokum setningarinnar og fellur svo skyndilega.
Gerð eða afbrigði tvö sýnir snöggt fall, sem stundum getur minnt á
tröppur í stiga og í lok setningarinnar er tónninn mjög lágur, stundum
á milli 75 og 60 Hz. og er þá farinn að nálgast lágmark það, sem mann-
leg rödd getur náð, ef um samfellda tónmyndun er að ræða. Gerð þrjú
sýnir hægt fall og mjög lága stöðu í lok setningarinnar.
Fall tónhæðar við lok setningar er meðal almennustu einkenna mann-
legs máls og hefur reynzt vera fyrir hendi í öllum tungumálum, sem til
þessa hafa verið rannsökuð. Þetta fall má skýra líffræðilega. Er það
fyrst og fremst undirbúningur undir hvíldarstöðu talfæranna að setningu
eða segð lokinni.
Tengslaþagnir [ f ].
Mynd 2 sýnir hljómfallsformin, sem tengd eru þessu afbrigði þagna.
Hér er um að ræða flókin, samsett form, sem felast í tíðnihlutfalli bæði
á undan og á eftir þögninni. Tíðnin stígur á undan þögninni og eftir
þögnina byrjar grunntónninn aftur á lægri tíðni. Lengd þagnarinnar
hefur greinilega engin áhrif á tíðni grunntónsins. Aðalatriðið er hlut-
fallið fyrir og eftir þögnina. Yfirleitt er tíðnimismunurinn milli 20 og 30
Hz., þ. e. grunntónninn byrjar 20 til 30 Hz. lægra eftir þögnina en hann
var áður en þögnin hófst.
Þótt engin rannsókn sé enn til um hljómfall í spurnarsetningum í
íslenzku, sýna forrannsóknir, sem ég hefi gert, vissa líkingu á milli
hljómfallskúrvu slíkra setninga og þeirra hljómfallsforma, sem einkenna
tengslaþagnir. Spumarsetning (hér er átt við setningar, sem hafa sömu
setningabyggingu og fullyrðing, þ. e. ekki neins konar spumarorð og
ekki breytingu á orðaröð; hljómfallskúrvan ein gefur því til kynna
spuminguna) endar á tiltölulega háum tón og svarið hefst á lægri tón.
Við báða enda hljómfallskúrvunnar í spurnarsetningum liggur loka-
þögn, sem að vísu er þá tengd öðrum hljómfallsformum en að framan
var lýst. En það er fyllilega eðlilegt, þegar um er að ræða aðrar setn-
ingagerðir en í þeim texta, sem hér er athugaður, þar sem hver setning
er bein fullyrðing og inniheldur hlutlausa frásögn.
Rofaþagnir [0].
Þau fjögur hljómfallsform, sem sýnd em á mynd 3, gefa til kynna rofa-
þagnir. Fyrsta gerð er fólgin í því, að tónhæðin fellur stöðugt, bæði á