Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 55
Fornevrópsk fljótanöfn á Jótlandi og í Slésvík-Holstein 35
sýnilega eru langelzt og falla að kenningu Krahes. Sama sýna hliðstæðar
rannsóknir t. d. á Bretlandseyjum2 og í Litháen.3
Það féll í minn hlut að vinna að einu bindi í fyrmefndri ritröð, en
það nær yfir Slésvík suður undir Elbu, Jótland allt og Holstein austur
að landamærum Austur-Þýzkalands.4 Langstærstur hluti þeirra rúmlega
sjö þúsund nafna, sem fram komu á svæðinu er germanskur, þ. e. lág-
þýzk, józk, háþýzk og frísnesk nöfn, en um eitt hundrað nöfn í Austur-
Holstein em af slavneskum uppruna. Um tíu nöfn falla hugsanlega að
kenningum Krahes, þó að erfitt sé að fá um það fulla vissu vegna þess
hve gömul dæmi em fátækleg. í eftirfarandi kafla verður gerð grein
fyrir þessum nöfnum. Þau skiptast í tvo flokka: 1) Nöfn, sem talizt
gætu fomevrópsk og 2) Nöfn af gerðinni samhljóði + -il-.
1) Nöfn, sem talizt gætu fornevrópsk.
a) Iev. *el-/*ol- „renna, streyma“.
Mörg orð em dregin af iev. rótinni *el-/*ol-, einkum innan balt-
neskra mála. Sem dæmi mætti nefna lit. álmés „blóðvatn", lit. almuö
)>gröftur“, lett. aluöts „uppspretta“, lit. aléti „hlaupa, renna“. í rúss-
nesku er til orðið oh>ga „mýrarfen“ og af þessari sömu rót em norsku
orðin ulka, 0lke „límkennt slím, mygla“ og sögnin ulka „grafa (í)“.5
En þessi rót er einnig mjög tíð innan fomevrópska vatnanafnakerfis-
lns, og mörg árheiti em af henni dregin með eða án viðskeytis.
Án viðskeytis: Ahlsbek (t. h. í Eider).
Til rótarinnar *el-/*ol-, án viðskeytis, mætti telja árheitið Ahlsbek.
Engar gamlar heimildir hafa fundizt um þetta nafn, en skammt frá ánni
er borgin Ahlefeld, sem í heimildum frá 1230 er nefnd Alevelt og 1320
Aleuelde.6 Gera má ráð fyrir fomevrópsku árheiti *Ala, sem væri hlið-
stætt norska árheitinu Ala (-> Valdresvasdraget)7, Ola (< lit. *Alá) í
Bobmjsk-héraði í Litháen, Ala, ár- og bæjarheiti við Etsch og ef til vill
Ahle (-» Schwiilme) í Þýzkalandi.8
-n- viðskeyti: Alnebœk (-> Kattegat).
Arheiti af þessari rót með -n- viðskeyti em fjölmörg innan forn-
evrópska vatnanafnakerfisins. Sem dæmi mætti nefna Alle (1251 Alna)
1 Austur-Prússlandi, Alna í Seinai-héraði í Litháen, Orne (< Olna, ->
Thil) í Belgíu, Aln (-> Norðursjó) hjá Alnmouth á Englandi (685 Alne)
°g norska fljótið *Alna, nú Loelven (1595 Alneelven).9 Til þessa flokks