Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 48
28 Eyvindur Eiríksson
heimildir verða meiri, fyrst og fremst í kringum siðaskiptin, eru önnur
áhrif sterkari, þýsk, jafnvel dönsk.
í öðru lagi er á það að líta, að áhrif frá slíkum samskiptum í formi
tökuorða eru fyrst og fremst á talmálið, mál alþýðu, síður á mál yfir-
stéttarinnar, og þar með verður þeirra miklu síður vart á bókum. Ensk
orð sem koma með riddarasagnamáli sjást betur, enda koma þau beint
inn í ritmálið og þurfa ekki að fara þá löngu og krókóttu leið sem hrein
talmálsorð oft verða að fara til að komast inn í ritað mál.
3.3. Af orðum, sem líklegt er að komi úr ensku inn í íslenskt talmál við
verslun og önnur almenn samskipti á þessum tíma, er helst að nefna
daggarður, doggur, flúr (‘hveiti’), fustan, hafurtask, kokkáll og kokkála,
mustarður, sápa, skons, travali, trúss og trússa. Nokkur þessara orða eru
þó víslega eldri en frá 15. öld.
í þessum greinarstúf er hvorki staður né stund til kerfisbundinnar
athugunar á áhrifum ensku á þessum tíma á íslensku. Þó skal rætt hér
nokkru frekar eitt dæmanna um líkleg miðensk tökuorð í málinu. Það
er orðið trúss, svo og sögnin að trússa.
4.1. trúss h. (til k.) ‘smábaggi upp á hest’, einnig til
trússa kv., sama merking.
trússa so. ‘binda upp á hest, binda baggahesta saman í lest’.
Hvorki trúss né trússa so. og no. eru í forníslenskum heimildum.
Elsta dæmi um trúss h. er hjá Guðmundi Andréssyni (um 1650):
-Truts/n.g. Fasciculus- (GA 1683: 242).
Einnig hefur SOH önnur dæmi frá 17. öld, úr kvæðum, um trúss í að
binda trúss við. Nokkur dæmi hefur SOH frá 18. öld, úr Glósnakveri
Jóns Ámasonar 1734 og orðabókinni 1740, úr Kleifsa 1738 o. fl., og
fjölda yngri dæma. í Kleifsa er elsta dæmi um trússa kv., sem annars
er ekki algengt. Um trúss k. er aðeins eitt dæmi, frá 20. öld.
Sögnin að trússa ‘binda upp á, binda aftan í’ virðist yngri, ekki dæmi
fyrr en um miðja 19. öld.
Samsetningar með trúss taka að koma fyrir eftir 1830, trússpóstur
t. d. fyrst 1834-35, og aðrar samsetningar yngri, svo sem trússahestur.
Trússi k. ‘trússahestur’ kemur og fyrir á 20. öld.
Orðið er óvíða að finna í handbókum. AJ (Etym) nefnir trúss h. og