Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 133
113
Könnun á tíðni viðtengingarháttar í þátíð
Þrjár sagnir koma oftast fyrir í þeim texta sem kannaSur var bæði
árin. Þessar sagnir eru vera, hafa og verða en samanlagt eru þessar
sagnir 57,6% allra sagna í vth. þt. árið 1925 og 63% 1975. í 4. og 6.
töflu sést að so. mundu (+ nafnháttur) er 5,5% allra sagna í vth. þt.
1925 en 4% árið 1975. Allar aðrar sagnir eru 94,5% 1925 en 96%
árið 1975. Fylgni milli tíðni sagna þessi tvö ár er r = 0,98 sem sýnir
samræmi í sagnanotkun á þessu 50 ára tímabili.
6. TAFLA
Tíðni og hlutfallstíðni tveggja tegunda viðtengingarháttar þátíðar
í blaðamáli árin 1925 og 1975.
1925 1975
Tíðni Hlutfall % Tíðni Hlutfall %
Viðtengingar-
háttur þátíðar 721 Mundu + 0,9449 94,5 4175 0,9600 96,0
nafnháttur 42 0,0551 5,5 174 0,0400 4,0
Viðtengingar-
hættir alls: 763 1,0000 100 4349 1,0000 100
X2 = 3,63; (p<0,05)
í 6. töflu má sjá dreifingu tveggja tegunda vth. þt. í dagblaðamáli
áranna er rannsökuð voru. Dreifing þessi gefur y_2 gildið 3,63 sem
nægir ekki til að hafna tilgátunni Ho (p<0,05) að notkun vth. þt. hafi
ekki breyst. Samkvæmt þessu er litið svo á að ekki sé um að ræða
breytingar á notkun vth. þt. þegar á heildina er litið.
Sá litli talnalegi munur á þeim tveim tegundum sagna í vth. þt. sem
sýndur er á 6. töflu, er því ekki staðfestur sem merki um að notkun
vth. þt. sé á undanhaldi. Nokkur tilhneiging virðist hinsvegar vera í
gagnstæða átt en minni en svo að hún sé staðfest.
Enn er rétt að hafa í huga að verulegur munur er á dálksm. fjölda
eftir árum (sbr. 3. töflu) og kann þetta að hafa haft einhver áhrif á
heildarmyndina þótt fjöldi dálksm. frá árinu 1925, sem er 7673,8, teljist
allgott úrtak úr dagblöðum þess tíma.
íslenskt mál 9