Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 21
19
Samfellt eða ekki samfellt?
sem klasi, sérhljóðið lengist ekki og aðblástur kemur fram. Það er
því vafasamt að líta á lengd og aðblástur sem tvær sjálfstæðar rök-
semdir um vensl hljómenda, þarna virðist fremur um tvær hliðar á
sama máli að ræða.
Sérhljóð er stutt á undan sambandi /s/ og einhvers hljómendanna
/m n l/. í stað aðblásturs kemur hér fram sníkjuhljóð á milli fyrra
og síðara hljóðs klasans, lokhljóð með sama myndunarstað og eftirfar-
andi hljómandi: asmi, asni, Gísli [asþml, as^nl, Jis^ll] (sbr. líka 2.1
hér á undan). Víða koma fram víxl sem sýna að hér er a. m. k. stund-
um um eiginlegt innskot að ræða: lasinn : lasnir, drösull : dröslar o.
s. frv. Þar sem /r/ lendir á eftir /s/ í svipuðum dæmum kemur aldrei
fram sníkjuhljóð: vísir (flt. lo.): vísra. Sníkjuhljóðið stendur ekki í
jafn augljósum tengslum við lengd sérhljóðsins og aðblástur. Svo virð-
ist sem það votti fyrir [$]-innskoti í ísland hvort sem sérhljóðið er
langt eða stutt þótt líklega sé það veikara á eftir löngu hljóði. Og
engu skiptir hvort sérhljóðið er stutt eða langt á undan /s/ + /r/, á
milli þeirra er aldrei sníkjuhljóð: vísra, vissra. Þarna virðist því ekki
vera á ferðinni keðjuverkun af einhverju tagi, að eitt leiði af öðru,
eins og verið getur um aðblástur, heldur virðist hvort tveggja leiða
beint af eðli samhljóðaklasans, lengd sérhljóðsins og lokhljóðsinn-
skotið. í báðum tilvikum skilja klasar með /r/ sig frá klösum með
öðrum hljómendum og hvað lengdina snertir hagar /r/ sér eins og
önghljóð. Hvort tveggja styður það að /\J sé [-samfellt] eins og nef-
hljóðin og öfugt við/r/.
3.3 Hljómendur + /p t k s/: Afröddun
Ýmis dæmi eru um víxl raddaðra og óraddaðra hljómenda þar sem
síðarnefndu afbrigðin koma fram á undan /p t k s/: vor : vors, skær
: skœrt, gul(ur): gult. Auk þess er fjöldi dæma þar sem klasinn er
stofnlægur og því ekki um nein víxl að ræða heldur kemur annaðhvort
fram raddaður eða óraddaður hljómandi í öllum myndum viðkomandi
orðs: hersir, hamsar, hjálp, lampi, Ranka [hejslr, hamsar, gaujiy
gaulph, laipþl/lamphl, raurjga/raur]kha] o. s. frv. Dreifing raddaðra og
óraddaðra hljómenda á undan /p t k s/ getur gefið nokkra vísbendingu
um vensl þeirra. Hún ræðst a. n. 1. af því hver hljómandinn er, a.
n. 1. af því hvað fer á eftir og einnig er nokkur mállýskubundinn mun-
ur á dreifingu þeirra.