Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 223
Ritdómar
221
landssænsku (bls. 72) að þessi hljóð eru . helt eller delvis ...“ fráblásturslaus
í finnlandssænsku og eru það talin áhrif frá finnsku. Gott dæmi um þá erfiðleika
sem skortur á hljóðritun veldur er eftirfarandi umsögn um sænsku „Tidigast blev
langt a till a (bater > bát (bls. 53), og
Sist ledde dessa förándringar till att det tidigare bakre, slutna u-ljudet (med
ungefár samma uttal som lángt u i tyskan) fick sitt nuvarande karakteristiska
uttal (t.ex. i du, hus) (bls. 53).
Hér kemur ekki fram að hverju langt a varð né að hverju u varð. Ef nota á bókina
við kennslu er varla hægt að gera ráð fyrir að allir nemendur og kennarar (eða
Iesendur almennt) viti nákvæmlega hvernig a er borið fram í sænsku né heldur
hvernig hið „karakteristiska uttal“ á // er í sænsku. Hljóðritun, og þá eftir IPA,
myndi segja mun meira.
Bertil Molde skrifar kaflann Nordiskt spráksamarbete (bls. 154-158) sem fjall-
ar að mestu um norræna málsamvinnu eins og heiti kaflans ber með sér. Hann
byrjar orð sín á að fullyrða að á tímabilinu 1500-1800 hafi tvö ritmál verið „...
helt dominerande ...“ á Norðurlöndum þ. e. sænska og danska (bls. 154). Þessi
staða hafi svo breyst á 19. öld; tvö ritmál komu upp í Noregi, finnska og færeyska
urðu smám saman aðalmálin í Finnlandi og Færeyjum og íslenskan „... Sterfick
sin gamla roll pá Island ..(bls. 154). Seinna dregur Molde aðeins í land og segir
að þessi mynd sé ekki rétt nema hvað varðar stjórnsýslu, dómstóla o. fl. og að al-
þýða manna hafi alltaf talað sitt móðurmál, en „... pá mánga háll páverkades
„folkspráken" starkt av de makthavandes sprák“ (bls. 154). Ég er ekki í aðstöðu til
að dæma um hvort rétt er sagt um þróunina á hinum Norðurlöndunum, en hvað
varðar íslensku finnst mér Molde taka stórt upp í sig. Auðvitað var danska mikil-
vægt mál við íslenska stjórnsýslu (t. d. bréfaskipti við yfirvöld í Kaupmannahöfn)
en Islendingar skrifuðu á íslensku á þessum öldum og íslenskt ritmál hefur lifað
góðu lífi samfleytt frá 12. öld (eða svo) fram á þennan dag. Danskan hefur að vísu
haft einhver áhrif á íslenskt ritmál og ritmálið („makthavandes sprák“) hefur haft
áhrif á „folkspráket", en danskan var aldrei allsráðandi á íslandi. Það kemur t. d.
fram í bókinni (bls. 6) að Nýja testamentið og Biblían voru þýdd á íslensku og
gefin út á 16. öld. Baldur lónsson segir að vísu að danskan hafi haft áhrif á ís-
lensku (bls. 114), en hann segir líka að ógrynni af trúarlegu efni hafi verið gefið
út á íslandi eftir siðaskiptin (bls. 114). lón Helgason (1931:42) segir að danska hafi
haft mikil áhrif á lagamálið, sérstaklega eftir einveldistökuna, en mál dómstóla
(1931:44) og kirkju (1931:45) hafi verið íslenska.
5.
Þrátt fyrir að bókin er skrifuð á læsilegu máli og á einfaldan hátt fékk ég þá
tilfinningu að lesandi þyrfti engu að síður að vera töluvert vel að sér í málfræði
og málfræðihugtökum til að hafa gagn af henni. Þetta hafa útgefendur séð og setja
því upp orðalista (bls. 159-165) þar sem hin ýmsu hugtök eru skýrð. Stundum eru
þau reyndar einungis skýrð með því að þýða latneskt heiti yfir á norsku. Þrátt fyrir
það má örugglega hafa gagn af listanum.
Hér að framan benti ég á að umfjöllun um hvert mál er svo stutt og ágrips-