Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 29
Samfellt eða ekki samfellt? 27
en [r] hvað hljóðmyndun varðar og virðist þess vegna ekkert því til
fyrirstöðu að innbyrðis samband hljómenda sé endurskoðað.
Hljóðmyndunarfræði (articulatory phonetics) fæst raunverulega við
forsendurnar fyrir myndun hljóða, hún lýsir stöðu og starfsemi talfær-
anna en ekki hljóðinu sjálfu. Það gerir hins vegar hljóðeðlisfræðin
(acoustic phonetics) sem lýsir hinum eiginlegu hljóðbylgjum og þótt
vitaskuld sé samband milli talfærastöðu og eðliseiginleika hljóðsins sem
myndast við hana er ekki úr vegi að bera saman helstu eðlisfræðilegu
einkenni hljómenda. Slíkt er einfaldast með samanburði á hljóð-
rófsritum (spectrograms) af viðkomandi hljóðum sem sýna m. a. lengd
þeirra í tilteknu umhverfi, áhrif þeirra á grannhljóðin og áhrif grann-
hljóðanna á þau, á hvaða tíðnisviðum er mestur styrkur og hvort þar
er um reglulega formendur að ræða eða óregluleg merki um hljóðstyrk
(sjá nánar Ladefoged 1975:168-191). Mynd 2 sýnir slík hljóðrófsrit
af blaðmynduðu hljómendunum þremur, bæði stuttum og löngum, í
innstöðu á milli sérhljóða.
Sem sjá má eru [1] og [n] hvort öðru lík, hvort sem þau eru stutt
eða löng, en [r] sker sig allnokkuð úr. Einkum eru tvö atriði áberandi.
I fyrsta lagi koma fram skörp skil milli [l]/[n] og sérhljóðanna á undan
þeim og eftir, en mörk [r], einkum langa hljóðsins, og sérhljóðanna
eru miklu ógreinilegri. Gæti þetta bent til þess að lokunin hafi veruleg
áhrif á eðliseiginleika [1] ekki síður en nefhljóðsins. í annan stað hafa
bæði [1] og [n] skýra og reglulega formendur, einkum eru hærri form-
endur hliðarhljóðsins greinilegir. Aftur á móti renna formendur [r],
að svo miklu leyti sem þeir eru sýnilegir, saman við sérhljóðaformend-
urna. Hljóðrofið (hvítt band eða eyða) sem fram kemur í [r], afar
skýrt í stutta hljóðinu og upphafi þess langa, má rekja til sveiflnanna,
þarna lokar tungubroddurinn augnablik fyrir loftstrauminn. Að frá-
töldum þessum truflunum á loftstreymi líkist hljóðróf [r] öðrum rödd-
uðum önghljóðum í ofangreindum atriðum, formendur þeirra renna
saman við formendur grannsérhljóða og engin skýr skil eru á milli
(sjá t. d. Pickett 1980:116). Lauslegur samanburður á hljóðeðlislegum
einkennum [1], [n] og [r] leiðir þannig til sömu niðurstöðu og hljóð-
myndunarlegur samanburður. Hvor tveggja bendir til þess að [1] sé
svo líkt [n] að tilefni sé til þess að telja það a. m. k. jafnskylt því
og [r]. Jafnframt virðast hljóðfræðileg rök fyrir því að skyldleiki þeirra
byggist á því að bæði séu [-samfelld].